fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
Fókus

Kostnaðarsamar kröfur moldríkra ferðalanga – Hjákona, FengShui í rugli, tímabelti leiðrétt

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 25. september 2023 22:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar auðug athafnakona taldi Feng-Shui í algjöru rugli í hótelsvítunni hennar í frönsku Ölpunum, fékk Brian Pentek, stofnandi ferðaskrifstofunnar LuxeLife Travel, það verkefni að fljúga innanhússhönnuði athafnakonunnar á staðinn, ásamt innréttingum, til að lagfæra hótelsvítuna og koma henni í ásættanlegt horf að mati athafnakonunnar.

Þessi krafa kostaði athafnakonuna 100 þúsund dali og ekki nóg með það, Pentek þurfti að fá leyfi frá framkvæmdastjóra hótelsins, sem krafðist þess jafnframt að hótelsvítan yrði færð í upprunalegt horf í lok skíðadvalar athafnakonunnar.

„Stærsta lexían sem ég lærði er að í rauninni er allt mögulegt svo lengi sem viðskiptavinurinn er tilbúinn að borga fyrir það,“ sagði Pentek við The Post, en í grein miðilsins er fjallað um fleiri klikkaðar og kostnaðarsamar kröfur viðskiptavina ferðaþjónustuaðila.

Segir í greininni að aukin bókunartækni á netinu hafi lagt í frá gert ferðaskrifstofustarfsmenn atvinnulausa, heldur hafi hlutverk þeirra breyst í að verða eins konar þjónustuaðilar sem bregðast við duttlungum og kröfum hinna moldríku ferðalanga. Oft með þeim afleiðingum að ferðaþjónustuaðilinn veitt um leyndarmál viðskiptavinarins.

„Ég var með forstjóra ákveðins fyrirtækis sem viðskiptavin í mörg ár,“ segir Deborah Izenberg, sem starfar hjá ferðaskrifstofu í Houston í Bandaríkjunum.

„Þetta var stór viðskiptavinur og ég bókaði ferðalög fyrir fjölskyldu hans í mörg ár. Hann lét mig alltaf bóka hann og konuna hans á fyrsta farrými. Dag einn hringdi hann með nýja beiðni og bað mig að bóka líka miða fyrir aðra konu sem var greinilega ekki eiginkona hans. Hún hét öðru nafni og ég hafði heyrt sögusagnir um að hún væri hjákona hans.  Allavega, hann vildi hafa hana í sama flugi, en ekki á fyrsta farrými. Reyndar lét hann mig setja hana í síðustu sætaröð.“

Þar var sagan ekki búin, því hjákonan gisti jafnframt á sama hóteli og hjónin. „Hann lét mig bóka þakíbúðarsvítuna fyrir sig og konu sína og sagði mér að bóka hjákonuna í ódýrasta herbergið á neðstu hæð. Hann lét mig gera þetta í nokkrum ferðum og setti alltaf ferðakostnað hjákonunnar á kreditkort fyrirtækisins áður en fyrirtækið komst að því.

Jeremy Clubb

Lágmark 12 mottur í hverju herbergi

„Við urðum nýlega fyrir því óláni að skipuleggja Suður-Ameríkufrí fyrir eina af ríkustu og hugsanlega tilgerðarlegustu konum heims,“ segir Jeremy Clubb, stofnandi Rainforest Cruises. „Vinnan taldi yfir 19 klukkustunda vinnudag í meira en þrjá mánuði og yfir 100 skilaboð á WhatsApp daglega.“

Viðskiptavinur Clubb, indónesísk kona sem ferðaðist með fjölskyldu sinni og fylgdarliði, var gríðarlega kröfuhörð að hans sögn. Clubb þurfti að útvega sódavatn með tilteknu pH-gildi og tryggja að hvert herbergi þar sem hún gisti hefði að lágmarki 12 mottur. Fætur hennar gátu ekki snert bert gólfið. Viðskiptavinur hans krafðist þess einnig að fá fersk blóm daglega. Ennfremur þurfti að lita þau til að litapallettan passaði við föt hennar á hverjum degi. Sem betur fer fyrir Clubb var hún búin að skipuleggja fyrir ferðina í hverju hún ætlaði að vera á hverjum degi.

Clubb gat orðið við öllum kröfum konunnar í ferðalagi hennar, sem kostaði í heildina 250 þúsund dali, nema einni. Forsetasvítan á hóteli sem hún hugðist gista á var þegar bókuð, konan sá það þó ekki sem vandamál, heldur borgaði einfaldlega gestum svítunnar fyrir að gista annars staðar og fékk forsetasvítuna. Það versta fyrir Clubb er að honum reiknast til að hann hafi aðeins grætt 25 dali á klukkustund fyrir alla vinnuna.

Casey Halloran

Sumir láta ekki næga að veifa kreditkortinu, heldur láta breyta klukkunni líka. Casey Halloran, stofnandi Costa Rican Luxury Vacations, segir svo frá að viðskiptavinur hans, konungsfjölskyldumeðlimur frá Mið-Austurlöndum, hafi krafist þess að hótelið sem hann leigði starfaði á heimatímabelti hans, sem var 10 klukkustundum á undan, allt fríið hans. Það þýddi að elda og borða máltíðir á skrýtnum tímum og opna heilsulindina fyrir dögun.

„Fyrst fannst hótelstarfsfólkinu þetta óttalegt nöldur, en hann er þekktur fyrir að greiða töluvert þjórfé, þannig að þau voru fljótt að breyta viðhorfi sínu.“

Halloran segir viðskiptavininn vera „draumaviðskiptavin„ þar sem fjárhagsáætlun er engin, enda nægir peningar til, verslanir í bænum opnuðu sem dæmi utan hefðbundins opnunartíma svo eiginkona mannsins gæti verslað þegar henni fannst það henta sér.

„Veistu ekki hver ég er?“

Halloran segir að svo lengi sem viðskiptavinur er ekki argasti dómi þegar hann setur fram beiðnir sínar og er tilbúinn að borga fyrir þær þá er engin krafa utan þjónustusvæðis. Hann segir að mest óþolandi setning sem viðskiptavinur getur lagt sér í munn sé: „Veistu ekki hver ég er?“

Fyrirtæki Tim Roney, Lacure Villas, bókar lúxusvillur reglulega fyrir frægt fólk, þjóðhöfðingja og stjórnendur. „Við erum með starfsmann sem er enn að jafna sig andlega eftir vinnuna sem við stóðum í síðasta sumar í París, þar sem við vorum beðin um að setja skolskál í einbýlishúsi fyrir sádiarabíska konungsfjölskyldu.“

Hann telur upp fleiri skondnar kröfur.

„Fyrir frí þekktra einstaklinga í Portúgal var okkur sagt að raða fjórum rakatækjum í hjónaherbergið, sem áttu að vera í gangi 24 tíma á dag,“ rifjar Roney upp. Hópurinn vildi einnig fara í hundasleðaferð, sem er eitthvað sem óportúgalskt fyrirbæri, og í ferðinni vildi hópurinn endilega sjá Mongólíutjald (e. yurt). Þrátt fyrir þessa furðulegu beiðni þá létu Roney og teymi hans hana verða að veruleika. „Við bættum meira að segja ljósakrónu við yurtuna til að gera hana íburðarmeiri.“ 

Christen Thomas

Samkomulag við Amazon-ættbálka og þjálfun páfagauks til að afhenda demantshring eru tvö verkefni sem ferðaskipuleggjandinn Christen Thomas hakaði af sínum lista í mars 2022. 

Viðskiptavinir hennar, auðugt par frá New York, vildi endurvekja rómantíkina í sambandinu í  afskekktum hluta frumskógarins í Brasilíu. Fjárhagsáætlun þeirra fyrir viðburðinn var 150 þúsund dalir. „Samhæfing við staðbundna ættbálka var mikilvægur þáttur í áætluninni,“ segir Thomas, stofnandi Travel Wander Grow. „Við áttum í samstarfi við reyndan tengilið sem var reiprennandi í tungumáli ættbálka til að koma fyrirætlunum okkar á framfæri og fá samþykki þeirra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á syni

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á syni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hlín söng á stórtónleikum til heiðurs Mariu Callas

Hlín söng á stórtónleikum til heiðurs Mariu Callas
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dagbjört var í bíl á leiðinni í eftirpartý þegar hún fékk hugboð sem breytti lífi hennar – „Drullaðu þér heim, hvað ertu að gera?“

Dagbjört var í bíl á leiðinni í eftirpartý þegar hún fékk hugboð sem breytti lífi hennar – „Drullaðu þér heim, hvað ertu að gera?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda ætlar að læra fram í rauðan dauðann – „Hún er svo happý þetta helvíti“

Edda ætlar að læra fram í rauðan dauðann – „Hún er svo happý þetta helvíti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilsu Bruce Willis hrakar hratt

Heilsu Bruce Willis hrakar hratt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Reiði vegna miðaverðs hjá Laufey – Ticketmaster segir listamanninn ráða verðinu

Reiði vegna miðaverðs hjá Laufey – Ticketmaster segir listamanninn ráða verðinu