fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Elon Musk segir dóttur sína vera heilaþveginn kommúnista

Fókus
Föstudaginn 1. september 2023 07:30

Elon Musk. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elon Musk, ríkasti maður heims, kallar dóttur sína Vivian kommúnista og sakar heimavistaskóla í Kaliforníu, sem hún gekk í, um að hafa heilaþvegið hana. Þetta er sagt koma fram í nýrri ævisögu um auðkýfinginn sem Walter Isaacson er með í smíðum.

Nokkuð hefur verið fjallað um samband Musk við dóttur sína en hún hefur afneitað honum með öllu. Vivian var skráð sem drengur við fæðingu og hlaut nafnið Xavier Musk. Hún lét breyta skráningu sinni í stúlku á táningsaldri og tók upp eftirnafn móður sinnar. Í opinberum gögnum um ástæðu breytingarinnar sagði Vivian: „Kynvitund auk þess að ég bý ekki lengur hjá, né vil eiga nokkurs konar tengingu við föður minn.“.

Eins og frægt er á Musk á tíu börn með þremur konum – svo vitað sé. Þar af fimm með fyrstu eiginkonu sinni, kanadíska rithöfundinum Justine Wilson, og er Vivian eitt þeirra. Frumburður parsins lést árið 2002,  aðeins 10 vikna að aldri, og segir í áðurnefndri bók að fyrir utan þann harmleik hafi ekkert sært Musk meira en deilurnar við Vivian.

„Hún heldur að allir sem eru ríkir séu vondir,“ er haft eftir Musk í ævisögunni en auðjöfurinn skellir skuldinni að hluta til á heimavistarskólann Crossroads í Santa Monica, sem Vivian gekk í, og segir skólann hafa heilaþvegið hana. Skólinn er afar vinsæll hjá ríka og fræga fólkinu

Musk er sagður hafa stutt dóttur sína í kynleiðréttingunni en þegar að sósíalískar skoðanir hennar hafi komið upp á yfirborðið hafi honum verið nóg boðið og samband þeirra hafi farið í hundana.

Hermt er að í bók Isaacson sé því haldið fram að stríð Musk við dóttur sína í einkalífi hans hafi gert það að verkum að hann telur að berjast verði gegn svokallaðri „woke“-hugmyndafræði sem að hans mati er hreinlega ógn við siðmenninguna. Kaup hans á samfélagsmiðlinum Twitter, sem nú er nefnt X, megi meðal annars rekja til þessarar afstöðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli