fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fókus

Dauðskammast sín vegna hegðunar Kanye og eiginkonunnar – Telja myndirnar sanna að munnmök hafi átt sér stað

Fókus
Miðvikudaginn 30. ágúst 2023 13:28

Myndir/Getty Images/Backgrid

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er sögð dauðskammast sín vegna hegðunar fyrrverandi eiginmanns hennar og barnsföðurs, rapparans Kanye West og eiginkonu hans, Biöncu Censori.

Kanye, 46 ára, og Bianca, 28 ára, hafa verið í fríi á Ítalíu undanfarið og hefur sú heimsókn ekki farið framhjá neinum.

Klæðaburður hjónanna, þá aðallega Biöncu, hefur vakið talsverða athygli, og reiði, þar sem Ítalía er mjög íhaldssöm og kaþólsk þjóð. Í síðustu viku var kallað eftir því að Bianca yrði handtekin fyrir að særa blygðunarsemi en hún hefur klæðst litlu öðru en gegnsæjum sokkabuxum og litlum toppum undanfarna viku.

Sjá einnig: Vilja að eiginkona Kanye West verði handtekin fyrir ósiðlæti á almannafæri

Hjónin komust aftur í heimsfréttirnar eftir að myndir af þeim í rómantískri siglingu í Feneyjum á mánudaginn fóru í dreifingu. Netverjar telja myndirnar sýna Biöncu veita Kanye munnmök. Bæði vegna þess að Kanye var, af einhverri ástæðu, með buxurnar girtar niður um sig, og Bianca var fyrir framan hann á hnjánum.

Þau hafa hvorugt tjáð sig um málið og ekki ert hægt að segja með fullvissu hvað hafi átt sér stað í siglingunni.

Skammast sín

Page Six greinir frá því að Kim Kardashian dauðskammist sín fyrir hegðun þeirra og viti ekki hvað hún eigi að segja börnum þeirra, en sú elsta er níu ára og virk á samfélagsmiðlum.

„Hún veit ekki hvernig hún á að útskýra þetta fyrir krökkunum,“ segir heimildarmaðurinn.

„Hún skammast sín og hefur áhyggjur, hann er að ráfa um götur Ítalíu, skólaus og með kampavín. Eitthvað er í gangi.“

Bianca er ástralskur arkitekt og byrjaði að starfa fyrir fyrirtæki Kanye, Yeezy, árið 2020. Þau hafa verið saman síðan byrjun árs 2023 og eru sögð hafa gifst við leynilega athöfn um miðjan janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Fkn frábær fjögurra daga fáklædd ferð“

Vikan á Instagram – „Fkn frábær fjögurra daga fáklædd ferð“
Fókus
Í gær

Var eftirsótt fyrirsæta og gift Baywatch-stjörnu en býr í dag á götunni – Nýjar myndir vekja athygli

Var eftirsótt fyrirsæta og gift Baywatch-stjörnu en býr í dag á götunni – Nýjar myndir vekja athygli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“
Fókus
Fyrir 1 viku

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“
Fókus
Fyrir 1 viku

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?