fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fókus

Milljónamæringur með loftslagskvíða selur einkaþotuna sína

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 24. júlí 2023 12:00

Einkaþota Stephen prince

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt ferðavef CNN hefur floti einkaþota á heimsvísu meira en tvöfaldast á síðustu tveimur áratugum.

Útblástur frá einkaþotum er að minnsta kosti tíu sinnum meiri á hvern farþega en útblástur frá farþegaþotum.

Samkvæmt skýrslum um flugiðnaðinn þá er ein af hverjum sex flugferðum sem bandarísk flugmálayfirvöld hafa umsjón með flogin með einkaflugvélum en sá hluti flugiðnaðarins greiðir aðeins 2 prósent af heildarsköttum sem þessi atvinnugrein greiðir í Bandaríkjunum.

Einn eigandi einkaþotu hefur hins vegar ákveðið að taka skref til baka.

Stephen Prince er varaformaður samtakanna Patriotic Millionaires, sem eru samtök auðugra Bandaríkjamanna, sem berjast fyrir skattahækkunum á auðugt fólk ætlar að selja Cessna 650 Citation III þotuna sína. Þotan er með rými fyrir níu farþega.

Prince tjáir CNN að hann hafi elskað að geta flogið í einkaþotu og hann hafi þess vegna hunsað hversu miklum skaða hann væri að valda á umhverfinu og kynslóðum framtíðarinnar. Hann segist verða að breytast og að hann geti ekki haldið svona áfram.

Þessi tiltekna þota er ekki sú fyrsta sem Prince eignaðist en er sú stærsta og dýrasta. Rekstrarkostnaður þotunnar á hverju ári nemur andvirði um það bil 40 milljóna íslenskra króna.

Prince segir svo þægilegt að ferðast með einkaþotu að það verði ávanabindandi. Hann ætlar samt að láta sig hafa það að ferðast með áætlunarflugi. Hann segist fyrirlíta allt sem fylgir þeim ferðamáta; öryggisleit, langar biðraðir, aflýstar ferðir og glataður farangur en hann ætlar samt að standa við ákvörðun sína um að losa sig við einkaþotuna.

Hann er þó ekki alfarið hættur að nota einkaflugvélar. Vinur hans ætlar að leigja honum flugvélina sína sem er minni skrúfuþota en útblásturinn frá henni er um fjórðungur af útblæstri Cessna-þotu Prince. Hann segist ætla að nota skrúfuþotuna tvisvar til þrisvar á ári til að fara á veiðar.

Prince segist ekki ætla að þrýsta á auðuga vini sína að selja einkaþoturnar sínar en hann ætlar að halda áfram að berjast fyrir því að auðmenn í Bandaríkjunum greiði hærri skatta. Hann segir auðmenn landsins, þar á meðal hann sjálfur, vera gráðuga og að þeir verði að vera hluti af bandarísku þjóðfélagi en ekki skapa sér sitt eigið samfélag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Í gær

Ráðherra á von á barni

Ráðherra á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“