fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Agnarsmá sundföt Sunnevu Einars skotspónn brandara

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 3. júlí 2023 11:50

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Sunneva Einarsdóttir hefur slegið í gegn á TikTok undanfarið. Hún er um þessar mundir stödd í Suður-Frakklandi ásamt kærasta sínum, Benedikt Bjarnasyni, og vinapörum þeirra.

Sjá einnig: Sunneva Einars og vinkonur tóku strákana með í skvísuferð

Sunneva hefur verið dugleg að birta myndir frá ferðalaginu á Instagram en fylgjendur hennar á TikTok hafa fengið meira grín og glens.

Hún sló á létta strengi og gerði grín að sér sjálfri í myndbandi sem hefur fengið yfir 33 þúsund áhorf.

Í umræddu myndbandi er einhvers konar efnisspotti fastur á grindverki. Vinkona hennar, Eva Einarsdóttir, tekur spottann og spyr: „Sunneva, eru þetta ekki sundfötin þín?“

„Heyrðu, jú! Þarna eru þau,“ svarar hún.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

@sunnevaeinars♬ original sound – Sunneva Einars

Fékk kærastann með í grínið

Þetta er ekki eina myndbandið sem hefur vakið athygli frá ferðalaginu.

Sunneva fékk kærasta sinn, Bensa Bjarna, til að taka þátt í einu gríni.

@sunnevaeinarshere’s to ending up in the outfit I started at♬ original sound – Roo

Sjá einnig: Segir vinsælt heilsuátak vera blekkingu

Áður en Sunneva fór erlendis var hún dugleg að ganga allavega tíu þúsund skref á dag. Henni hefur gengið vel að halda áskoruninni áfram í fríinu, greinilega ferðafélögum hennar til ama. Hún sneri þessu upp í gott grín og fékk vinina með sér. Horfðu á það hér að neðan.

@sunnevaeinarspov: þú ert í fríi með manneskju sem er með þráhyggju fyrir skrefnunum sínum♬ original sound – Sunneva Einars

Fylgstu með Sunnevu á TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Einhleypur erfingi og sköllóttir frægir menn

Vikan á Instagram – Einhleypur erfingi og sköllóttir frægir menn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dolly Parton birti mynd af sér án hárkollu – „Hefur þú einhvern tímann séð hana án hárkollu?“

Dolly Parton birti mynd af sér án hárkollu – „Hefur þú einhvern tímann séð hana án hárkollu?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir