fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Skítamórall troðfyllti Sviðið á Selfossi þrjú kvöld í röð

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 30. maí 2023 10:07

Mynd: Mummi Lú

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin Skítamórall tók þriggja kvölda tónleikaröð á tónleikasalnum Sviðinu í heimabænum sínum Selfossi yfir Hvítasunnuna. Hljómsveitin hefur ekki komið saman síðan sumarið 2021 og það var á bæjarhátíðinni Kótilettunni á Selfossi. Það var greinilega kominn tími á tónleika hjá drengjunm því fullt var út úr dyrum öll kvöldin og komust mun færri  að en vildiu augardags- og sunnudagskvöld.

Það var smá skjálfti í okkur fyrir þetta þar sem þetta er tónleikauppsetning og spilað frá níu til miðnættis en ekki þessi hefðbundni balltími frá miðnætti. Við byrjuðum að æfa saman fyrir tveimur vikum og vildum gera þetta vel og við erum afskaplega þakklátir þessum frábæru viðtökum, “ sagði Gunnar Ólason söngvari og gítarleikari eftir síðustu tónleikann.Sérstakur gestur drengjanna öll kvöldin var Ólafur, Óli Bach, Bachmann trommari og söngvari. Óli söng meðal annars lagið Minning um mann sem hann söng upprunalega með hljómsveitinni Logum frá Vestmanneyjum. Lagið er eftir Gylfa Ægisson  en það kom út árið 1973 og er því 50 ára í ár. Óli á nú aðeins í hljómsveitinni að eigin sögn enda pabbi Jóhanns, Hanna Bach, Bachmannn trommara Skítamórals. Óli kom víða við í tónlistinni en fyrir utan Loga trommaði hann með hljómsveitunum Mánum, Hljómsveit Stefáns P og Karma svo einhverjar sveitanna séu upptaldar.Gestirnir stigu trylltan dans allan tímann og margir hverjir mættu í Buffalóskóm til að setja punktinn á i-ið þessi kvöld.

Mummi Lú myndaði fjörið á sunnudagskvöld.

Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára
Fókus
Í gær

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala