fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fókus

Óttast að vændiskonan komi upp um sig

Fókus
Laugardaginn 27. maí 2023 21:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef miklar áhyggjur af því að nágrannakonan mín eigi eftir að afhjúpa leyndarmálið mitt,“ segir karlmaður í örvæntingarfullu bréfi til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun.

„Ég bókaði vændiskonu í gegnum sömu síðu og ég nota alltaf, en komst of seint að því að þetta er nágrannakonan mín.“

Maðurinn er 44 ára og segir að „guðdómlega konan mín er 41 árs.“

„Hjónabandið okkar er mjög gott og við eigum þrjá frábæra krakka en við stundum lítið sem ekkert kynlíf. Hún finnur stundum fyrir sársauka við samfarir eftir erfiða fæðingu þriðjar sonar okkar,“ segir hann.

Konan hans fer stundum með börnin að heimsækja foreldra hennar yfir hátíðarnar. „Þá nýti ég tækifærið og panta vændiskonu. Ég fer með þeim út að borða og ef allt gengur vel þá stundum við kynlíf heima.“

Síðustu páska fór eiginkona hans með krakkana til foreldra sinna í nokkra daga. „Þannig ég heimsótti sömu síðu og venjulega og pantaði mér vændiskonu fyrir laugardagskvöldið. Um leið og hún gekk inn þá fannst mér hún kunnugleg en vissi ekki hvaðan, þannig ég hélt ég kannaðist bara við hana af myndunum á vefsíðunni. Okkur kom vel saman og hún sagði mér að hún væri einstæð móðir, 33 ára. Við fórum svo heim til mín og kynlífið var frábært. Ég borgaði henni og sagðist geta skutlað henni heim og hún sagði: „Engar áhyggjur, ég labba.““

Þá kom í ljós að hún átti heima neðar í sömu götu og hann.

„Ég fékk vægt áfall. Krakkarnir okkar fara í sama skóla. Mér var mjög brugðið en hún hló bara og sagði mér að hafa engar áhyggjur, en mér fannst hún ekki sannfærandi,“ segir maðurinn.

„Ég er hræddur um að hún muni segja eiginkonu minni frá þessu. En það versta er að hún er svo heit og ég óttast að ég eigi ekki eftir að geta staðist freistinguna um að endurtaka leikinn.“

Deidre svarar og gefur manninum ráð

„Þú ert kjáni ef þú gerir það. Skortur á kynlífi er engin ástæða til að halda framhjá. Eiginkona þín verðskuldar betra en þetta. Ef þú vilt að hjónabandið gangi upp þá verðurðu að hætta öllu hinu,“ segir hún.

„Þú skalt forðast þessa vændiskonu og allt annað kynlífsverkafólk og byrja að hugsa um kynlíf sem eitthvað dýrmætt milli þín og eiginkonu þinnar. Ég mæli með að hvetja eiginkonu þínu að leita til kvensjúkdómalæknis vegna sársaukans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp
Fókus
Í gær

Lýsti yfir ást sinni á Kylie Jenner í þakkarræðunni

Lýsti yfir ást sinni á Kylie Jenner í þakkarræðunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti rauði dregill ársins í kvöld – Verðlaunahátíðir skjásins

Fyrsti rauði dregill ársins í kvöld – Verðlaunahátíðir skjásins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Oprah varpar ljósi á óvænta en ánægjulega aukaverkun megrunarlyfsins

Oprah varpar ljósi á óvænta en ánægjulega aukaverkun megrunarlyfsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jennifer Aniston gerir upp gott ár – Nýi kærastinn ánægður með það

Jennifer Aniston gerir upp gott ár – Nýi kærastinn ánægður með það