fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fókus

Sjáðu stílinn í svefnherbergjum fræga fólksins

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 18. mars 2023 20:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svefnherbergi fólks eru eins mismunandi og þau eru mörg, en flest reynum við að hafa þau þannig innréttuð að þar líði okkur vel og við hvílumst vel. Svefnherbergi lýsa oft vel persónulegum stíl eigandans. 

Það er því gaman að kíkja inn á gafl hjá nokkrum þekktum stjörnum líkt og AD gerði, sumar sofa í mjög minimalískum stíl, aðrar fengu heimsþekkta hönnuði til að ráða stílnum, og sumir eru með mynd af sjálfum sér fyrir ofan rúmið. 

Hvaða svefnherbergi af þessum myndir þú kjósa að hrjóta í?

Vinkona okkar allra, leikkonan Jennifer Aniston, velur ekki aðeins teppi á svefnherbergisgólfið heldur líka á sérsmíðaðan ramma undir rúminu. Listaverk, grjónapúðar, lampar og púðar skapa kósístíl fyrir leikkonuna og hundana hennar.

Hasarmyndaleikarinn Jason Statham fékk innanhúshönnuðinn Courtney Applebaum til að sérhanna rúm og náttborð fyrir mínímalskt svefnherbergi sitt. 

Íslandsvinurinn og gamanleikarinn Will Ferrell er ekki með neitt grín í svefnherberginu heldur velur stílhreint grátt útlit sem listaverk og bækur brjóta upp.

Hjónaherbergi leikarans Hugh Jackman og eiginkonu hans, leikkonunnar Deborra-lee Furness í Hamptons er allt í hvítu fyrir utan parketgólfið. Eiginkonan fékk arkitekt og innanhússhönnuð í lið með sér.

Kanadíska leikkonan Nina Dobrev sem er best þekkt fyrir sjónvarpsþættina The Vampire Diaries velur bóhemstíl með rúmábreiðu í antíkstíl með blómamynstri, spegil á vegg og fullt af lömpum. Listaverk setja svo punktinn yfir rýmið.

Jared Padelecki býr ásamt eiginkonu og þremur börnum, auk fjölda hunda, hænsna og smáhesta. Jared er helst þekktur fyrir annað aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Supernatural. Viðarrúmið er sérsmíðað með efni frá Ralph Lauren á höfðagaflinum. Legubekkur og sérsaumaðar gardínur setja smekklegan svip á rýmið.

Söngkonan Miley Cyrus tekur stílinn alla leið. Rúmgrindin er í stíl níunda áratugarins úr stáli og kopa.r. Og mynd af Miley sjálfri trónir yfir rúminu. 

Leikarahjónin Naomi Watts og Liev Schreiber fengu arkitektana Ashe + Leandro til að hanna fyrrum heimili sitt í New York. Í hjónaherberginu er fallegt jafnvægi á milli dökkbláa litarins, skærrauðs bekks og blómagardína. Viðarnáttborðin koma frá Ralph Lauren.

Leikkonan Julianna Margulies, sem er best þekkt fyrir hlutverk sitt í læknadramanu ER, fékk kúbanska innanhússarkitektinn Vicente Wolf til að hanna heimili sitt í New York. Blanda af efnum, geymsluplássi og útsýni skapa notalegt og stílhreint rými. 

Sjónvarpsþáttadrottningin Shonda Rhimes, sem hefur skapað þætti eins og Bridgerton, Grey´s Anatomy og Scandal, er með glæsilegan og afsplappan stíl. Sérsmíðað rúm, veggfóður og teppi. 

Pretty Little Liars leikkonan Shay Mitchell er nýbökuð móðir og því þurfti svefnherbergið að henta bæði henni og barninu og hafa pláss fyrir rúm handa þeim báðum. Fallegur brúnn tónn í húsgögnum, teppi á gólfi og fallegt lítið barnarúm skapa hlýlegan stíl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svava Grétars selur íbúðina í Reykjavík

Svava Grétars selur íbúðina í Reykjavík
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhrifapar í viðskiptalífinu selur einstakt einbýlishús í jaðri byggðar í Garðabæ á 350 milljónir

Áhrifapar í viðskiptalífinu selur einstakt einbýlishús í jaðri byggðar í Garðabæ á 350 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins