fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Fókus

Héldu krúttkönguló sem gæludýr í Kópavogi

Fókus
Föstudaginn 17. febrúar 2023 11:10

Krúttkönguló ber nafn með rentu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skordýrafræðingurinn Erling Ólafsson heldur úti Facebook-síðunni vinsælu Heimur Smádýranna þar sem hann birtir reglulega skemmtilega mola um smádýr á Íslandi, hvort sem þau hafa hér fasta búsetu eða hafa haldið í óvænt ferðalög á norðlægar slóðir.

Einn slíkur ferðalangur barst Erling síðast sumar en um var að ræða útlenska stökkkönguló sem hafði borist með ítölskum eplum inn á heimili í Kópavogi. Það er misjafnt hvernig fólk tekur slíkum gestum en á þessu tiltekna heimili var köngulónni tekið fagnandi og var hún umsvifalaust gerð að gæludýri heimilisins og vel fyrir henni séð. Enda ekki vanþörf á enda bar hún óvænta gesti undir belti.

„Að tveim mánuðum liðnum fór að birtast örsmátt ungviði í búrinu, köngulóin hafði nefnilega verpt eggjum í spunahjúp á milli blaða á plastplöntu í búrinu. Þá var hún mér færð til frekari skoðunar. Hélt ég henni áfram lifandi þar til yfir lauk. Þá fyrst gafst færi á að skoða nauðsynleg smáatriði og greina tegundina sem reyndist ættuð frá löndum í Suðvestur-Evrópu,“ skrifaði Erling í skemmtilegri færslu í morgun.

Að hans mati er um snotra litla könguló að ræða sem var hvers manns hugljúfi á heimilinu í Kópavogi. Þó vantaði tilfinnanlega íslenskt heiti á dýrið og að mati Erlings blasti heitið við – krúttkönguló skyldi tegundin heita.

Ekki voru alveg allir fylgjendur Heims smádýranna á sama máli um hversu falleg eða krúttleg köngulóin væri og einn maldaði í móinn sem skordýrafræðingurinn svaraði svo. „Hvaða vitleysa, sjáðu augnsvipinn!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eldaðu safaríkan hamborgarhrygg eins og stjörnukokkurinn Guðmundur – „Þetta snýst allt um hitagráður“

Eldaðu safaríkan hamborgarhrygg eins og stjörnukokkurinn Guðmundur – „Þetta snýst allt um hitagráður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrstu myndirnar af Netflix-stórmynd Baltasar Kormáks – Stórstjörnur í aðalhlutverkum

Fyrstu myndirnar af Netflix-stórmynd Baltasar Kormáks – Stórstjörnur í aðalhlutverkum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eva heimsótti ömmu sína á fæðingardeildina – „Ætli það sé ekki svolítið spes“

Eva heimsótti ömmu sína á fæðingardeildina – „Ætli það sé ekki svolítið spes“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólagestir féllu misvel í kramið hjá áhorfendum – „Langar mest að labba út“

Jólagestir féllu misvel í kramið hjá áhorfendum – „Langar mest að labba út“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Könnun: Hvað ætlarðu að hafa í jólamatinn?

Könnun: Hvað ætlarðu að hafa í jólamatinn?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Margrét Sól: Sagði upp verkfræðistarfinu hjá Össuri til að elta drauminn

Margrét Sól: Sagði upp verkfræðistarfinu hjá Össuri til að elta drauminn