fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Sagan að baki ljósmyndinni – Misþyrmingarnar sem þrællinn Peter þurfti að þola fylltu almenning áður óþekktum hryllingi

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 29. janúar 2023 22:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndin af þrælnum Peter og þeim hryllilegu áverkum sem eigendur hann veittu honum er ein frægasta ljósmynd allra tíma af hryllingi þrælahaldsins í Bandaríkjunum. 

Lítið er vitað um Peter, hvorki fæðingarár hans né eftir eftirnafn, annað en að hann hét í raun ekki Peter. Hann hét Gordon en af einhverjum ástæðum festist nafnið Peter við hann. 

Peter hafði verið þræll á plantekru í hjónanna John og Bridged Lyons í Louisiana fylki. Þau hjón þóttu einstaklega grimm, ekki aðeins var vinnuþrælkunin gríðarleg, heldur voru þau óspör á líkamlegar refsingar. 

Myndin af Peter fyllti fólk hryllingi.

 

Og eftir síðustu barsmíðarnar, sem næstum urðu Peter að bana, ákvað hann að flýja. Í tíu daga hljóp Peter berfættur í leit að frelsinu, með blóðhunda og leitarmenn á eftir sér. Hann hljóp yfir akra, synti yfir ár og reyndi að blunda þegar hann gat uppi í trjám.

Hann var við dauðans dyr þegar hann loksins kom að herbúðum norðanmanna árið 1863. Sumum hermönnunum sem tóku á móti honum var það brugðið að þeir köstuðu upp og var honum strax komið undir læknishendur. 

Lækninum í herbúðunum brá illilega við að sjá meiðsli Peters, en sérstaklega var fylltu hin skelfilegu sár á  baki Peters lækninn hryllingi. 

Almenningur brjálaður

Sá sami læknir mun hafa tekið þessa frægu mynd sem dreifðist hratt um landið. Skelfilegar misþyrmingar á þrælum voru Suðurríkjabúum engin tíðindi en aftur á móti vissi stór hluti almennings í Norðurríkjunum ekki hversu skelfilegt ástandið var á mörgum stöðum meðal landa þeirra í suðrinu. 

Norðurríkjabúum var verulega brugðið. 

Myndin var birt í öllum fjölmiðlum og stórjókst stuðningur íbúa norðurríkjanna við borgarastríðið. 

Forsvarsmenn Suðurríkjanna höfðu lagt á það mikla áherslu að stríðið snerist fyrst og fremst um viðskiptahagsmuni en myndin af Peter var átakanleg áminning um eðli og uppruna þeirra viðskiptahagsmuna. 

Peter/Gordon.

Myndin af Peter er með fyrstu ljósmyndum sögunnar til að fá birtingu í svo að segja öllum dagblöðum í norðurhluta Bandaríkjanna. Almenningur var sjokkeraður og reiður sem leiddi til þess að norðanmenn gáfu enn í baráttuna við granna sína í suðrinu og unnu stríðiði tveimur árum síðar. 

Það er engin vafi að myndin af Peter hafði áhrif, áhrif sem seint verða metin. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð