fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Fókus

Alec Baldwin kemur mynd með „kynferðislegum undirtón“ af eiginkonu sinni og syni þeirra til varnar

Fókus
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 09:01

Hilaria og Alec Baldwin. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Alec Baldwin breytti texta við mynd sem hann birti af eiginkonu sinni, Hilariu Baldwin, og syni þeirra, Leo, eftir að aðdáendur sögðu textann vera tvíræðan með kynferðislegan undirtón.

Á myndinni er sex ára sonur þeirra að gefa móður sinni baknudd. Leikarinn skrifaði upphaflega: „Gamla góða „leyfðu mér að nudda á þér bakið“ bragðið.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Alec Baldwin (@alecbaldwininsta)

Fylgjendur hans á Instagram gagnrýndu orðaval hans og sögðu það vera með kynferðislegu ívafi.

„Þetta er frekar furðuleg athugasemd til að hafa með mynd af syni þínum og móður hans,“ skrifaði einn netverji.

„Þessi texti er ógeðslegur,“ sagði annar.

„Það er alltaf svo skrýtið þegar fólk kyngerir börn, en að gera það við eigið barn? Hræðilegt,“ sagði aðdáandi.

Breytti textanum út af „Reddit rusli“

Alec, 64 ára, bætti síðan við textann: „Kartöfluflögur næstar á dagskrá.“

Hann útskýrði af hverju hann breytti textanum. „Ég bætti við textann því þú veist, það er svo mikið af Reddit rusli þarna úti.“

Alec og Hilaria hafa verið gift síðan árið 2012 og eiga saman sjö börn.

Leikarinn hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi eftir að voðaskot reið af á tökustað kvikmyndarinnar Rust.

Sjá einnig: Alec Baldwin ákærður fyrir manndráp af gáleysi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Áhorfendum brugðið þegar sást í getnaðarlim Rory Culkin – „Ég mun aldrei líta á jarðaber á sama hátt aftur“

Áhorfendum brugðið þegar sást í getnaðarlim Rory Culkin – „Ég mun aldrei líta á jarðaber á sama hátt aftur“
Fókus
Í gær

TikTok-stjarna bráðkvödd aðeins 30 ára – Fékk fyrsta mígreniskastið fyrir nokkrum mánuðum

TikTok-stjarna bráðkvödd aðeins 30 ára – Fékk fyrsta mígreniskastið fyrir nokkrum mánuðum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Enn eru fimm ættingjar Hitlers á lífi – Gerðu með sér einstakt samkomulag

Enn eru fimm ættingjar Hitlers á lífi – Gerðu með sér einstakt samkomulag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicholas hvarf frá Texas þegar hann var þrettán ára – Þremur árum síðar fannst hann á Spáni en var þetta í raun sami drengurinn?

Nicholas hvarf frá Texas þegar hann var þrettán ára – Þremur árum síðar fannst hann á Spáni en var þetta í raun sami drengurinn?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eitt eftirsóknarverðasta verslunarhúsnæði miðbæjarins

Eitt eftirsóknarverðasta verslunarhúsnæði miðbæjarins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðvörun breskrar fjölmiðlakonu um Bláa lónið vekur athygli milljóna

Aðvörun breskrar fjölmiðlakonu um Bláa lónið vekur athygli milljóna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hödd og Saga Ýrr fórnarlömb netsvindls – „Sameiginlegan Instagram account og OnlyFans síðu“

Hödd og Saga Ýrr fórnarlömb netsvindls – „Sameiginlegan Instagram account og OnlyFans síðu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gagnrýni vegna endurgerðar á andláti Díönu prinsessu

Gagnrýni vegna endurgerðar á andláti Díönu prinsessu