fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fókus

Fjölskyldudramað nær nýjum hæðum – David Beckham lét Brooklyn heyra það

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 30. september 2022 11:55

Brooklyn Beckham, Nicola Peltz, Victoria Beckham og David Beckham.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi fótboltastjarnan David Beckham er sagður hafa látið elsta son sinn, Brooklyn Beckham, heyra það vegna leiðinda milli eiginkvenna þeirra, Victoriu Beckham og Nicolu Peltz.

Í sumar voru háværar sögusagnir á kreiki um að kalt væri á milli Victoriu Beckham, móður Brooklyn, og nýbakaðrar eiginkonu hans, Nicolu Peltz.

Erlendir miðlar greindu frá því að þær „þola ekki hvor aðra og talast ekki við.“

Í ágúst vísaði Nicola því alfarið á bug að hún og tengdamóðir hennar væru í „stríði“ og sagðist halda að kjólaval hennar á brúðkaupsdaginn hafi verið kveikjan að orðrómnum. Nicola klæddist Valentino brúðarkjól en ekki hönnun Victoriu.

Sjá einnig: Nicola Peltz rýfur þögnina um „stríðið“ við Victoriu Beckham

Fengu nóg og nenna ekki þessu rugli

Þessu virðist þó ekki vera lokið samkvæmt DailyMail. Samkvæmt þeirra heimildum fékk Brooklyn tiltal frá föður sínum vegna málsins.

„Ég held að David hafi aldrei misst stjórn á skapi sínu eða þurft að vera strangur þegar hann talar við Brooklyn, en nú hefur það loksins gerst,“ segir heimildarmaðurinn.

„Hann [David] fékk nóg og sagði við hann: „Við gerum þetta ekki í okkar fjölskyldu – og þú veist að við gerum þetta ekki í okkar fjölskyldu.“

Heimildarmaðurinn sagði David einnig hafa sagt: „Það er undir þér komið hvað gerist næst, en við nennum þessu rugli ekki lengur.“

Fleiri fjölskyldumeðlimir sárir

Samkvæmt breska miðlinum var fótboltakappinn í uppnámi vegna ummæla Brooklyn og Nicolu í nýlegu viðtali hjá tímaritinu Grazia.

Hjónin – sem gengu í það heilaga í apríl síðastliðnum – ræddu um fjölmiðlaumfjöllun um meinta stríðið milli Nicolu og Victoriu.

„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, þá er eiginkona mín augljóslega í fyrsta sæti og ég vil aldrei sjá hana leiða,“ sagði Brooklyn við Grazia.

„Þegar fólk segir fáránlega hluti þá bara tölum við um það og höldum svo áfram með lífið. Við stöndum þétt saman.“

Heimildarmaður DailyMail sagði að ekki aðeins Beckham-hjónunum hefðu sárnað ummælin heldur einnig yngri bræðrum Brooklyn, Romeo og Cruz.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gunnar Smári saknar fegurðar gamla miðbæjarins – „Ertu að grínast?“

Gunnar Smári saknar fegurðar gamla miðbæjarins – „Ertu að grínast?“
Fókus
Í gær

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tjáir sig um orðróminn um að O.J. Simpson sé faðir hennar

Tjáir sig um orðróminn um að O.J. Simpson sé faðir hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist vera heimilislaus eftir hneykslið

Segist vera heimilislaus eftir hneykslið