fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Adam Devine tjáir sig um mál Adam Levine

Fókus
Mánudaginn 26. september 2022 21:00

Adam Devine og Adam Levine. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Adam Devine vill hafa eitt á hreinu, hann er ekki Adam Levine, söngvari Maroon 5.

Sá síðarnefndi hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann var sakaður um að halda framhjá eiginkonu sinni og barnsmóður, fyrirsætunni Behati Prinsloo.

Sjá einnig: Skandallinn vindur upp á sig – Fleiri fyrirsætur stíga fram og birta svakaleg skjáskot

Adam Devine er annt um að vera ekki ruglað við nafna sinn enda er þetta ekki skandall sem þú vilt finna þig í sem giftur maður. Hann slær á létta strengi á Instagram.

„Ég vil bara deila þessu og segja að ég og eiginkona mín, Chloe Bridges, erum hamingjusöm og allt gengur vel. Ég er ekki Adam Levine. Hann er annar gaur og verri söngvari. Við ætlum hins vegar að skíra barnið okkar Sumner,“ segir hann við mynd af sér og eiginkonu sinni.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Adam Devine (@adamdevine)

Sjá einnig: Svona er Behati Prinsloo að bregðast við „óviðeigandi hegðun“ Adam Levine

Þetta byrjaði á því að Instagram-fyrirsætan Sumner Stroh sagðist hafa átt í áralöngu ástarsambandi við hann. Hún sýndi skjáskot af meintu samtali þeirra þar sem söngvarinn sagðist vilja skíra ófæddan son sinn Sumner.

Í kjölfarið stigu fleiri konur fram og sögðust hafa átt í daðurslegum eða kynferðislegum samskiptum við hann á samfélagsmiðlum, meðal annars fyrirsæturnar Myraka og Alyson Rose.

Adam þvertók fyrir að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni, fyrirsætunni Behati Prinsloo, en viðurkenndi að hann hafi „stundum átt óviðeigandi“ samskipti við aðrar konur á netinu.

Fyrrverandi jógakennari hans, Alanna Zabel, sagði hann hafa sent sér kynferðisleg skilaboð þegar hann var í öðru sambandi fyrir rúmlega tólf árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla