fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fókus

Móðir Harry styles grípur til varna eftir allt dramað í kringum myndina

Fókus
Föstudaginn 23. september 2022 17:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir tónlistarmannsins Harry Styles hefur komið nýrri mynd sonar síns til varna í kjölfar þess svakalega drama sem hefur verið í kringum sýningu myndarinnar og varðar samskipti leikaranna og leikstjórans.

Kvikmyndin sjálf hefur fengið hryllilega dóma og þá einkum hefur Harry verið gagnrýndur fyrir slappa frammistöðu.

„Ef þú getur ekki sagt neitt gott, ekki segja þá neitt,“ skrifaði Anne Twist, móðir Harry, á Instagram í dag og má ætla að þetta séu viðbrögð við holskelfu af neikvæðum athugasemdum um kvikmyndina sem komu á síðu hennar í gær. Page Six greinir frá. 

„Ég er gáttuð og hrygg yfir ömurlegu athugasemdunum hér, ef ég er hreinskilin. Mér fannst myndin góð. Ef hún er ekki ykkar bolli af te – ekki fara á hana. Ef ykkur líkar ekki við mig – ekki fylgja mér hér. Þetta er ekki flókið.“

Anne sagði að hún hafi notið myndarinnar frá upphafi til enda og hrósaði leikstjóranum, Oliviu Wilde fyrir fallega framsetningu, en Olivia er tengdardóttir hennar. Hún hrósaði einnig syni sínum og sagðist mjög stolt.

Athugasemdunum rigndi yfir Anne í kjölfarið þar sem hún var gagnrýnd fyrir að minnast ekki á frammistöðu aðalleikkonunnar. Florence Pugh, en rýgur er sagður milli hennar og Oliviu, svo mikill að Florence hefur ekki mætt á kynningarviðburði fyrir myndina.

Orðrómur fór á kreik fyrr á árinu um að það kvikmyndaliðið væri að glíma við vandræði eftir að Florence, sem vanalega er virk á samfélagsmiðlum, hætti að birta myndir og færslur til að kynna kvikmyndina – sem hún leikur lykilhlutverkið í. Síðan urðu vendingar í síðasta mánuði þegar Olivia sagðist hafa rekið leikarann Shia La Beouf úr myndinni til að vernda Florence frá honum. Síðan hafi hún sagt að Shia hafi gefið henni úrslitakosti.

„Við urðum að skipta Shia út. Hann er dásamlegur leikari en þetta var ekki að virka,“ sagði Olivia í þættinum The Late Show. „Þegar hann gaf mér úrslitakosti um að það væri annað hvort hann eða Florence – þá valdi ég Florence.“

Shia segir þetta þó ekki rétt. Hann hafi sjálfur ákveðið að hætta. Olivia segir að þetta sé vegna ólíks skilnings þeirra á hvernig samskiptum þeirra lauk. Hann hafi upplifað að þetta væri sín ákvörðun en Oliva telji að það hafi verið hennar ákvörðun að reka hann.

Varðandi Florence þá er talið að henni hafi þótt óþægilegt að verða vitni að upphafi sambands Harry Styles og Oliviu á tökustað, en Olivia var þá enn gift leikaranum Jason Sudeikis og telja. margir að þau hafi staðið í framhjáhaldi áður en Olivia og Jason skildi að borði og sæng. Florence hafi líka þótt sum atriðin sem hún átti að leika í mjög óþægileg – þá kynlífsatriði sérstaklega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Fókus
Í gær

Karen missti bróður sinn: „Ég var stolt af honum að taka ábyrgð og fara aftur en honum var vísað út eftir þessa helgi“

Karen missti bróður sinn: „Ég var stolt af honum að taka ábyrgð og fara aftur en honum var vísað út eftir þessa helgi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Langþráð stytta af RoboCop loksins reist – „Hún lítur frábærlega út!“

Langþráð stytta af RoboCop loksins reist – „Hún lítur frábærlega út!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einfaldasta venjan sem hann hefur séð bjarga hjónabandi – Hættu við skilnaðinn og eru enn gift

Einfaldasta venjan sem hann hefur séð bjarga hjónabandi – Hættu við skilnaðinn og eru enn gift
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristinn segir að samfélagið sé sofandi: „Mér finnst þú ekki vera fyrirmynd þegar þú ert að ýta undir þetta“

Kristinn segir að samfélagið sé sofandi: „Mér finnst þú ekki vera fyrirmynd þegar þú ert að ýta undir þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt sem við vitum um brúðkaupsplön stjörnuparsins

Allt sem við vitum um brúðkaupsplön stjörnuparsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lokastiklan fyrir A Knight of the Seven Kingdoms – Ný saga í GOT-heiminum

Lokastiklan fyrir A Knight of the Seven Kingdoms – Ný saga í GOT-heiminum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opinberar að hún breytti nafni sínu stuttu fyrir raunveruleikafrægðina

Opinberar að hún breytti nafni sínu stuttu fyrir raunveruleikafrægðina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2026

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2026