fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Fyrrverandi skjólstæðingur Ellen stígur fram og lætur allt flakka – „Þetta var hryllilegt“ 

Fókus
Föstudaginn 23. september 2022 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi lærlingur grínistans og spjallþáttastjórnandans Ellen DeGeneres ber henni ekki góða söguna. Hann segist aldrei hafa hitt ráðríkari manneskju, sjálfhverfri eða meiri tækifærissinna. 

Grayson Chance er fyrrum lærlingur Ellen og hann stígur nú fram í rosalegu viðtali við The Rolling Stone þar sem hann lætur allt flakka. Grayson er 25 ára tónlistarmaður sem vakti fyrst athygli þegar hann kom fram í þættinum The Ellen Show þegar hann var unglingur. Hann segir að Ellen hafi tekið hann undir sinn væng en síðan yfirgefið hann algjörlega. „Ég hef aldrei hitt nokkra manneskju sem er ráðríkari, sjálfhverfri eða rosalegri tækifærissinni heldur en hún,“ segir Grayson.

Grayson vakti athygli Ellen þegar myndband fór í dreifingu af honum að syngja lagið Paparazzi eftir Lady Gaga fyrir framan skólafélaga sína árið 2010. Viku eftir að myndbandið birtist fékk móðir hans símtal frá fólki á vegum Ellen sem vildu fá hann í þátt hennar daginn eftir.

„Við vissum ekki hvað við værum að koma okkur út í og manneskjan sem læknaði okkur af þessum efa og þessari óreiðu orku var Ellen,“ segir Grayson.

Ætlaði að gera hann að næsta Justin Bieber

Ellen hafi kynnt sig sem verndara hans og lærimeistara. „Ég man að hún tók móður mína afsíðis og sagði – þú átt aldrei eftir að þurfa að vinna annan dag í lífinu,“ Ellen hafi svo snúið sér að Grayson og sagt: „Ég ætla að vernda þig. Ég verð hér fyrir þig. Við gerum þetta saman.“

Eftir að Grayson. kom fram í þættinum hafi Ellen gefið honum 10 þúsund dollara og nýtt píanó. Hún hafi svo stofnað útgáfufyrirtæki og gert samning við hann. Hún hafi litið á þetta sem tækifæri til að uppgötva hinn næsta Justin Bieber.

Ellen hafi svo leitt hann áfram í gegnum allt það ferli sem þarf til að koma ungum tónlistarmanni á framfæri og var í stöðugum samskiptum við hann. Hún hafi helgað sig unga tónlistarmanninum en Grayson segir að samtímis hafi hún byrjað að drottna yfir honum og orðið of stjórnsöm.

„Öll vikan mín, allur mánuðurinn, allt árið gat breyst með einum skilaboðum frá honum. Þetta var hryllilegt.“

Brást ókvæða við þegar hann vildi ekki horfa á heimildarmynd

Allt hafi þurft að vera eftir hennar höfði. Einu sinni hafi Ellen viljað að hann horfði á heimildarmynd um Justin Bieber sem hún hafði fengið afrit af áður en myndin kom formlega út. Það hafi Grayson ekki haft orkuna í, en hann hafi verið upptekinn eftir tónleikaferðalag og stöðugar sýningar.

Hann segir Ellen hafa brugðist ókvæða við. „Ég mun aldrei gleyma þessu,“ segir Grayson. „Ég man bara að ég heyrði hana í símanum bara öskra og ausa yfir móður mína skömmum á borð við: Hvers konar móðir ertu? Gerir þú þér grein fyrir því að hvað ég lagði á mig til að fá þessa mynd fyrir ykkur og hann getur ekki sest niður og horft á hana?“

Móðir Grayson segir við Rolling Stones að fólk þurfi að muna að Grayson var aðeins barn á þessum tíma. Ellen hafi viljað stýra ferli Graysons eftir því hvernig ferli Justin Biebers vatt fram. Ellen hafi svo beðið um að fá að tala við Grayson.

„Vonbrigði er ekki einu sinni rétt orð yfir því sem ég finn núna,“ segir Grayson að Ellen hafi sagt í símann. „Það var ljóst að ég var peð í leik hennar svo ég horfði á myndina.“

Ellen hafi séð til þess að Grayson var stöðugt að vinna, stöðugt í viðtölum, að koma fram og koma sér á framfæri. Grayson sem var aðeins unglingur var að vinna 14-16 tíma vinnudaga á þessum tíma. Ellen hafi jafnvel skipt sér að því hverju hann klæddist. Og Grayson og móðir hans segja að hún hafi talað niður til fólks sem var að aðstoða þau og verið dónaleg.

Lét sig svo hverfa þegar hallaði undir fæti

Rolling Stones blaðamaðurinn segist hafa rætt við fyrrverandi starfsmenn Ellen sem staðfesti að spjallþáttastjórnandinn hafi oft verið mjög stjórnsöm, reynslan af því að vinna með henni hafi verið „hreint helvíti“

Áður hefur verið fjallað um vinnustaðamenninguna í kringum Ellen sem er sögð hafa verið afar eitruð. Ellen sjálf hefur ekkert viljað kannast við lýsingar sem starfsmenn hafa borið fram opinberlega en meðal annars hefur hún verið sökuð um rasisma, ógnanir og áreitni.

Sjá einnig:

Fyrrum starfsmaður Ellen DeGeneres segir að „orðrómurinn sé sannur“

Þegar halla fór undan fæti hjá Grayon, tónlistin hans var ekki nægilega vinsæl, þá hafi Ellen látið sig hverfa.

„Ég hætti að geta náð í hana. Gat ekki talað við hana. Þegar ég kom í áttinn setti hún upp gervibros. Hún spurði ekki einu sinni: Hvernig hefur þú það? Hvernig líður þér?“ 

Móðir Grayson segir ljóst að Ellen hafi hugsað um hann fyrst og fremst sem viðskiptatækifæri og þegar það hætti að líta út fyrir að vera arðbært þá hafi hún forðað sér.

„Ég held að hún hefði ekki boðið fólki að vera hluti af lífi sínu eða tekið einhvern undir sinn væng ef hún héldi að hún væri ekki að fara að græða neitt á því. Ef þetta var ekki að gerast nógu hratt fyrir hana þá fór hún að kúpla sig út og loka á okkur.“ 

Ellen hafi lofað þeim gull og grænum skógum og þau trúað og treyst henni í blindni.

Þurfti að læra að treysta á sjálfan sig

Móðir Grayson segir að eftir þetta ævintýri hafi hann aldrei orðið samur. Hann hafi næstum því orðið frægur og erfitt var að snúa aftur til venjulegs lífs. Ljóst væri að vonbrigðin væru gífurleg.

Grayson sneri eftur í Ellen þáttinn til að kynna plötu sína þegar hann var 18 ára árið 2015. Þar hafi Ellen sagt fyrir framan myndavélarnar að hún væri stolt af honum en í rauninni hafi þau verið hætt að tala saman á þeim tíma.

Grayson tók sér hlé frá tónlist og fór í háskóla. Þar enduruppgötvaði hann ást sína á tónlist þegar hann fór að mæta á tónleika með vinum sínum. Nú gæti hann reynt aftur á sínum eigin forsendum.

Hann hafi svo hitt Ellen eftur þegar hann kom í þátt hennar 2019 til að spila þar lag. Hann hafi svo sest með henni í „vandræðalegt spjall“

„Hún kom þegar ég var að soundchecka og horfði á mig, faðmaði mig og spurði: hvernig hefur þú haft það. Og það drap mig að innan því ég hugsaði : Hvað meinarðu hvernig hef ég haft það? Hvar hefur þú verið,“ segir Grayson. Ellen hafi þó virst fjarlæg.

Í viðtalinu fyrir framan myndavélarnar hafi hún hrósað honum fyrir hugrekkið að koma út úr skápnum tveimur árum fyrr. En Grayson segir að það hafi ekkert haft með hana að gera. „Ég hafði ekki talað við hana árum saman… þetta er svo ruglað að þú sért að sýna heiminum að við séum svo náin. Við séum svo góð. Og svo bak við lukt tjöld ertu þessi bilaða stjórnsama manneskja.“

Afþakkaði pent að koma aftur í þáttinn

Grayson segist vera með áfallastreitu eftir samskipti sín og kynni af Ellen. Hann hafi ákveðið 2019 að koma aldrei aftur fram í þætti hennar. Fólk á hennar vegum hafi haft samband við hann nýlega til að fá hann í lokaseríu þáttanna. Hann sá fyrir sér hvernig það myndi ganga. Hún myndi þykjast vera vinur hans og sýna hversu langt hann væri kominn síðan hann kom fyrst til hennar og hvaða hlutverk hún hafi spilað.

„Hvernig ætti ég að sitja þarna og segja að ég sé þakklátur og leyfa henni að eiga það móment? Sjáðu hvað ég gerði fyrir þennan krakka hann er núna tónlistarmaður hann er enn að koma fram og það er allt mér að þakka.“

Hann hafi afþakkað pent. „Ég skulda henni ekkert. Því það var ég sem þurfti að koma sjálfum mér upp. Hún var hvergi finnanleg.“

Sjá einnig: 

Tíu skipti þar sem Ellen DeGeneres fór yfir strikið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“