fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Fókus

Myndband: Kristjana varð óvænt stjarna kvöldsins í gær – Fattaði ekki að hún væri í mynd

Fókus
Mánudaginn 19. september 2022 09:20

Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var mikið fjör er verðlaunahátíðin Eddan var haldin í Háskólabíói í gær. Þó svo að sjónvarpskonurnar Edda Sif Pálsdóttir og Kristjana Arnarsdóttir hafi ekki unnið í flokknum „Sjónvarpsmaður ársins“ þá létu þær það ekki á sig fá og virtust hafa skemmt sér konunglega á hátíðinni, að minnsta kosti ef miðað er við færslur þeirra á samfélagsmiðlinum Twitter.

Eftir að ljóst var að Helgi Seljan væri sjónvarpsmaður ársins deildi Edda Sif mynd af sér ásamt Kristjönu og Guðrúnu Sóley Gestsdóttur, sem einnig var tilnefnd í flokknum. Á myndinni má sjá þær allar með fýlusvip en Guðrún sýnir myndavélinni einnig löngutöng. „Hver er í alvörunni ekki búinn að fá nóg af Helga Seljan?!“ skrifar Edda Sif í góðlátlegu gríni með myndinni. „Skil ekkert!!!“ skrifar Kristjana svo í athugasemdunum við myndina en Helgi sjálfur slær líka á létta strengi og segir: „TENGI!“

Önnur færsla Eddu í gær vakti þó mun meiri athygli á samfélagsmiðlinum. Alls hafa rúmlega 1.500 manns sett hjarta við þá færslu en í henni má sjá Kristjönu að fá sér nikótínpúða, akkúrat þegar myndavélarnar beindust að henni. „Má aðeins hafa gaman mamma þarf að djamma SLAKIÐ Á!!“ skrifar Edda við færsluna sem hefur fengið fjölmargar aðrar athugasemdir en í þeim langflestum er Kristjönu fagnað.

Sjá einnig: Úrslit Eddunnar 2022

„Ég er búinn að horfa á þetta 70 sinnum með meiri aðdáun hverju sinni,“ segir til að mynda fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson. „Kristjana er snillingur,“ segir svo handboltagoðsögnin Logi Geirsson. „Hafa gaman,“ segir svo Kristjana sjálf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jói dans selur á Seltjarnarnesi

Jói dans selur á Seltjarnarnesi