fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Fókus

Fordæma Hollywood-stjörnur sem sendu hlýjar kveðjur til Anne Heche eftir ölvunaraksturinn sem næstum drap hana

Fókus
Sunnudaginn 7. ágúst 2022 20:00

Alec Baldwin sendi hlýjar kveðjur til vinkonu sinnar Anne Heche

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alec Baldwin er í hópi þeirra Hollywood-stjarna sem hafa verið fordæmdar fyrir að senda leikkonunni og leikstjóranum Anne Heche hlýjar kveðjur í kjölfar áreksturs sem hún átti alla sök á um helgina. Heche keyrði bíl sínum á fullri ferð á hús í Mar Vista-hverfinu í Los Angeles og er talið að hún hafi verið undir áhrifum vímuefna.

Eftir áreksturinn kviknaði í bifreið Heche og hlaut hún lífshættuleg brunasár. Það tók slökkviliðsmenn rúman klukkutíma að slökkva eldinn sem læsti sig í húsið og olli verulegum skemmdum. Eigandi hússins náði að flýja út úr húsinu ásamt tveimur hundum sínum og leita skjóls hjá nágrönnum.

Heche, sem er 53 ára gömul, hefur síðan barist fyrir lífi sínu og er ástand hennar sagt stöðugt. Vinir og fyrrum samstarfsfólk leikkonunnar hafa sent henni hlýjar kveðjur síðan harmleikurinn átti sér stað og í þeim hópi er Alec Baldwin sem tók upp myndbandskveðju til hennar og birti á Instagram síðu sinni.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Alec Baldwin (@alecbaldwininsta)

Hafa hinar opinberu kveðjur til Heche fallið í grýttan jarðveg hjá netverjum í ljósi þess að mikil mildi þykir að hún hafi ekki slasað einhvern eða drepið með háttalagi sínu. Þannig sendi leikkonan Patricia Arquette frá sér tíst þar sem hún hvatti fólk að biðja fyrir Heche.

Hafa flest svörin verið á þá leið að netverjar hafi litla samúð með Heche samanborið við húseigandann sem missti allt sitt í brunanum.

Heche á tvo syni úr fyrri sambandböndum en hún var um tíma kærasta leikkonunnar og þáttastjórnandans Ellen DeGeneres. Hún hefur rætt opinskátt um baráttu sína við áfengi og vímuefni sem hún segir að megi rekja til ömurlegrar æsku sinnar en hún hefur greint frá því að faðir hennar, Donald Heche, hafi misnotað hana kynferðislega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jói dans selur á Seltjarnarnesi

Jói dans selur á Seltjarnarnesi