fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Fókus

Frægar bíómyndir sem aldrei yrðu gerðar í dag

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 22:00

Það var ekkert falið í Blue Lagoon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

TAXI DRIVER (1976)

Taxi Driver er að mörgum álitin eitt af meistaraverkum leikstjóran Martin Scorsese og enginn getur neitað að frammistaða Robert De Niro er ógleymanleg. En því má heldur ekki gleyma að eitt aðalhlutverk myndarinnar er hlutverk ,,vændiskonu” sem er í raun barn. Leikkonan Jodie Foster var aðeins 12 ára gömul þegar hún lék hlutverkið og þótti engum sérstaklega athugavert við það.

Jodie Foster var aðeins 12 ára gömul.

BLUE LAGOON (1980)

Sama má segja um Blue Lagoon. Myndin er gerð eftir þekktri skáldsögu um tvö börn sem bjargast á eyðieyju eftir skipsskaða og alast þar upp. Engin tilraun var gerð að fara í kringum kynþroska þeirra og kynlíf þótt að sagan snerist um barnunga unglinga. Þau voru auk þess svo að segja nakin myndina út. Leikarinn sem lék piltinn, Christopher Atkins, var reyndar orðinn 18 ára þegar myndin var tekin upp en leikkonan Brooke Shields lék stúlkuna og var hún aðeins nýlega orðin 14 ára þegar að tökur hófust.

Það var ekkert falið í Blue Lagoon.

A FISH CALLED WANDA (1988)

Óneitanlega með fyndnari gamanmyndum en stór hluti brandaranna ganga út á málhelti persónu leikarans Michael Palin. Hann er það að auki neyddur til að gleypa gullfisk auk þess að drepa þrjá hunda, áhorfendum til skemmtunar. Hvorki gullfiskurinn né hundarnir létu þó lífið í alvöru í nafni grínsins.

THERE’S SOMETHING ABOUT MARY (1998)

Ein af fyndnustu myndum Farrelly bræðra að margra mati en því ber ekki að gleyma að margir brandaranna ganga út á að gera grín að fötlun. Annars vegar eltihrelli Mary, sem þó reynist vera að ljúga til um fötlun sína, en hins vegar bróður Mary, sem á í raun og sann að eiga við alvarlega þroskahömlun að stríða í myndinni.

Fötlun bróður Mary þótti afar fyndin.

BREAKFAST AT TIFFANY’S (1961)

Ekki aðeins reykti Audrey Hepurn eins og strompur í myndinni, sem þótti afar svalt, heldur er það túlkun leikarans á Mickey Ronney á nágranna Hepurn, hinum japanska Yunioshi, sem farið hefur fyrir brjóstið á fólki. . Hinn ýkti gulu farði, stórar gervitennurnar og kjánaleg framkoman væri ófyrirgefanleg í dag.

Hlutverk Mickey Rooney hefði aldrei verið samþykkt í dag.

NÆSTUM ALLA UNGLINGAMYNDIR NÍUNDA OG TÍUNDA ÁRATUGARINS

Vinsælt þema margra unglingamynda var um ,,ljótu og óvinsælu” stelpuna sem verður skutla og öðlast hamingjuríkt líf í kjölfarið. Grease var til dæmis ein sú fyrsta sem gerði slíkan söguþráð vinsælan. Aðrir leikarar en hvítir hörunds voru yfirleitt sett í hlutverk, full fordóma og fyrirframgefinna hugmynda um ,,hegðun” og samkynhneigð var næstum alltaf uppistaða brandara.

Í BIG frá 1988,  með Tom Hanks fer 13 ára drengur í líkama fullorðins manns og á sem slíkur kynmök við fullorðna konu og það mætti skrifa heila ritgerð um hina ástsælu ,,cultmyndREVENGE OF THER NERDS. Ekki aðeins njósna nördarnir um skólasystur sínar naktar í sturtu og selja af þeim myndir heldur fer einn þeirra í hrekkjavökubúning kærasta stúlku til að stunda með henni kynlíf, henni óafvitandi. Í myndinni er gert grín að samkynhneigð, fötlun, svörtu og fólki að asískum uppruna og alvarlegt ofbeldi sýnt sem fyndið. Og mætti telja fleira til.

 

Denise Richards var ein Bond stúlknanna.

NÆSTUM ALLAR JAMES BOND MYNDIR FYRIR ÁRIÐ 2000 og jafnvel síðar

Hvar skal byrja? Bond dulbýr sig sem flesta kynþætti, næstum allir svartir leikarar leika illmenni af einhverjum toga og konur virðast vera til lítils annars gagnlegar en að vera oft hálfnakin augnakonfekt fyrir Bond að sofa hjá að vild.

Það verður áhugavert að sjá eftir áratug eða tvo að sjá hvað almannaálit mun hafa um kvikmyndir okkar tíma að segja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tekjudagar DV – Kristján Einar ber höfuð og herðar yfir aðra áhrifavalda

Tekjudagar DV – Kristján Einar ber höfuð og herðar yfir aðra áhrifavalda
Fókus
Í gær

Manstu eftir áttburamömmunni? – Deilir sjaldséðri mynd af 13 ára unglingunum

Manstu eftir áttburamömmunni? – Deilir sjaldséðri mynd af 13 ára unglingunum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekjudagar DV: Þetta eru LXS-dívurnar með í laun – Ein með 72 þúsund á mánuði en önnur með yfir milljón

Tekjudagar DV: Þetta eru LXS-dívurnar með í laun – Ein með 72 þúsund á mánuði en önnur með yfir milljón
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró
Fókus
Fyrir 3 dögum

Auður hleypur hálfmaraþon fyrir vin sinn – „Hann fór alltof ungur og ég sakna hans mikið“

Auður hleypur hálfmaraþon fyrir vin sinn – „Hann fór alltof ungur og ég sakna hans mikið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frönsk kona skilaði týndum farsíma Sögu Garðars eftir tveggja ára aðskilnað

Frönsk kona skilaði týndum farsíma Sögu Garðars eftir tveggja ára aðskilnað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stúlkan sem bjargaði 300 mannslífum

Stúlkan sem bjargaði 300 mannslífum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu