fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fókus

Tekjudagar DV: Herra Hnetusmjör með rúmlega áttföld laun Arons Can – Gísli Pálmi tekjulaus annað árið í röð

Fókus
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annað árið í röð er Árni Páll Árnason, eða Herra Hnetusmjör eins og við þekkjum hann flest, tekjuhæsti rappari landsins. Í textum sínum rappar Herra Hnetusmjör iðulega um peninga og áhuga sinn á þeim. Til að afla þeirra er rapparinn með mörg járn í eldinum, hann gaf út sína sjöttu plötu í fyrra sem nefnist Flottur strákur 2 og hefur ekki undan að troða upp víða um bæ. Þá gaf hann út ævisögu sína í samstarfi við Sóla Hólm árið 2020 sem hét Herra Hnetusmjör: Hingað til og seldist sú bók ágætlega.

Að auki rekur Herra Hnetusmjör skemmtistaðinn 203 í miðbæ Reykjavíkur sem og nikótínpúðaverslunina Vörina á Dalvegi í Kópavogi. Í samanburði við aðra rappara er Hnetusmjörið er að gera gott mót en hann er með rúmlega helmingi hærri laun en Emmsjé Gauti og margfalt hærri laun en kollegi hans Aron Can.

Aron er þó einnig með ýmislegt í gangi. Auk tónleikhalds þá gaf hann út nýja plötu Andi, líf, hjarta, sál síðasta sumar og opnaði á dögunum veitingastaðinn Stund í Reykjavík ásamt kærustu sinni Ernu Maríu og parinu Aron Mola og Hildi Skúla.

Annar rappari, Gísli Pálmi Sigurðsson, virðist ekki hafa miklar áhyggjur af tekjuöflun en hann er annað árið í röð tekjulaus. Hann gaf síðast út plötu árið 2018 en jökulkaldi rapparinn  hefur verið með annan fótinn í Lundúnum síðustu ár en er með skráð lögheimili á Íslandi.

Sjáðu tekjur helstu íslensku rapparana hér að neðan.

Árni Páll Árnason (Herra Hnetusmjör)

858.414 kr. á mánuði.

Kristinn Óli Haraldsson (Króli)

491.835 kr. á mánuði.

Friðrik J. Róbertsson (Floni)

449.135 kr. á mánuði.

Gauti Þeyr Másson (Emmsjé Gauti)

411.521 kr. á mánuði.

Birgir Hákon Guðlaugsson

396.210 kr. á mánuði.

Birnir Sigurðarson

151.701 kr. á mánuði.

Jóhannes Damian Patreksson (Jói P)

324.352 kr. á mánuði

Erpur Eyvindarson

192.591 kr. á mánuði.

Gísli Pálmi Sigurðsson

0 kr. á mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Í gær

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Dúóið sem þú bjóst ekki við að sjá saman“

Vikan á Instagram – „Dúóið sem þú bjóst ekki við að sjá saman“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ósk: „Ég var komin á þann stað að vera ein heima með belju og drakk þar til hún kláraðist“

Steinunn Ósk: „Ég var komin á þann stað að vera ein heima með belju og drakk þar til hún kláraðist“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt