fbpx
Miðvikudagur 17.apríl 2024
Fókus

Glamúrmorðinginn sem ljósmyndaði fórnarlömb sín á hryllilegan hátt

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 14. ágúst 2022 20:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1957 byrjuðu að birtast smáauglýsingar á síðum blaða í Los Angeles. Auglýsingin hljóðaði upp á ,,glamúrmyndatökur” fyrir sakamálatímarit og forsíður bóka. Góðum launum var heitið.

Auglýsingin vakti athygli fjölda ungra stúlkna sem höfðu komið til Hollywood í leit að frægð og frama sem fyrirsætur eða leikkonur og töldu ,,glamúrmyndatökurnar” auðunnið fé sem gæti leitt til annars og meira innan skemmtanaiðnaðarins. 

,,Ljósmyndarinn” hét Harvey Glatman, var sadisti og kynferðisglæpamaður, og með skelfilegri raðmorðingjum tuttugustu aldar. Og er þó af nógu að taka. Hann fékk síðar viðurnefnið ,,Glamúrmorðinginn“

Furðulegt barn

Foreldrar Glatman höfðu áhyggjur af syni sínum frá unga aldri. Hann var með reipi og kyrkingar á heilanum og kom móðir hans að honum við sjálfsfróun, nær dauða en lífi, með reipi hert um hálsinn. Hann var 12 ára. Glatman sagði löngu síðar að hann hefði verið heillaður af reipum og bindingum frá því að hann mundi eftir sér. 

Mynd af Judy Ann Dull rétt fyrir morðið.

Þegar hann var 18 var Glatman handtekinn fyrir að binda bekkjarsystur sína og misþyrma. Þar með hófst glæpaferill Glatman formlega, ef svo má segja. Hann rændi konum, batt, ljósmyndaði og misþyrmdi. Var dæmdur til stuttrar fangelsisvistar og hóf sama leik um leið og honum var sleppt.

Los Angeles

En árið 1957 flutti Harvey Glatman frá heimabæ sínum í Colarado til Los Angeles og fékk vinnu sem sjónvarpsviðgerðarmaður. Hann vissi að borgin var full af ungum og fallegum konum í leit að frama og var ekki lengi að uppgötva hvernig hann gæti nýtt sér leit þeirra til hryllingsverknaða. Annars vegar voru það smáauglýsingar en hann gekk einnig á milli umboðsskrifstofa, kvaðst vera ljósmyndari í leit að fyrirsætu og gæti hann fengið lista yfir heppilegar stúlkur? Allar létu skrifstofurnar hann fá lista orðalaust,

Judy Ann

Fyrsta fórnarlamb hans var 19 ára fyrirsæta, Judy Ann Dull. Dull stóð í rándýrri forsjárdeilu við fyrrverandi mann sinn yfir árs gamalli dóttur og orðin stórskuldug. Og þegar maður að nafni „Johnny Glinn“ hringdi og bauð henni 50 dollara til að sitja fyrir á forsíðu skáldsögu tók Dull því fagnandi.

Shirley Ann Bridgeford.

Dull bjó með nokkrum öðrum vongóðum fyrirsætum sem allar sögðu að litli maðurinn með gleraugun hefði verið lúðalegur, reyndar með flottar myndavélagræjur, en ekki að neinu leiti eftirminnilegur.

Glatman fór með Dull í íbúð sína þar sem hann nauðgaði henni margsinnis. Það var hans fyrsta reynsla af ,,kynlífi” með konu. Hann var 29 ára gamall. Hann myndaði Dull og ók síðan með hana á afskekktan stað í Mojave eyðimörkinni, fyrir utan Los Angeles þar sem hann myndaði meira og kyrkti að lokum. . 

Glatman varð svo hrifinn af staðnum að hann fór alltaf á sama blettinn með fórnarlömb sín. Þar batt hann þær, myndaði, nauðgaði og kyrkti til bana.

Glatman þótti afar meinleysislegur á að líta.

Hann batt þær allar á nákvæmlega sama hátt, með sama reipinu og sömu hnútunum. 

Shirley Ann

Næsta fórnarlamb Glatman var Shirley Ann Bridgeford, 24 ára, fráskilin fyrirsæta. Glatman hafði samband við hana eftir að hafa séð einkamálaauglýsingu frá Bridgeford og bauð henni á dansleik. Kvaðst hann heita George Williams. 

Ruth Mercado

Bridgeford dansaði aldrei það kvöldið. Glatman fór með hana á sinn uppáhaldsstað, batt, myndaði, nauðgaði og kyrkti. 

 

Ruth Mercado

Þriðja fórnarlambið fann Glatman í gegnum einn listann frá umboðsskrifstofunum. Hún hét Ruth Mercado og var 24 ára gömul. Líkt og Dull þáði hún boði um myndatöku fyrir bókarkápu en þegar að ,,ljósmyndarinn” kom að sækja hana var Mercado orðin lasin og kvaðst ekki treysta sér í myndatökuna. Glatman sagðist skilja það vel, kvaddi og fór.

Ein þeirra kvenna sem Glatman misþyrmdi.

En hann sneri aftur nokkrum klukkutímum síðar, ógnaði Mercado með byssu til að hleypa sér inn og nauðgaði og misþyrmdi alla nóttina. Um morguninn neyddi hann stórslasaða stúlkuna út í bíl og urðu örlög hennar í eyðimörkinni þau sömu og hinna kvennanna.

Hann sagðist síðar hafa verið afar hrifinn af Ruth Mercado, haldið henni lengur á lífi og tekið af henni fleiri myndum en hinum stúlkunum. Hann íhugaði jafnvel við að hætta við að myrða hana. En myrti hana þó samt.

Sú sem hann vanmat

Næst í röðinni var hin 28 ára gamla Lorraine Vigil og fann Glatman hana einnig á lista umboðsskrifstofu. 

Lorraine Vigil.

Vigil fannst ekkert athugavert við ljósmyndarann sem sótti hana þar til hún tók eftir hann ók í gagnstæða átt við Hollywood, þar sem henni hafði verið sagt að myndatakan færi fram. Hún krafðist þess að fara úr bílnum en Glatman jók hraðann og keyrði á endanum út í skurð. Þar beindi hann byssu að Vigil og bjó sig undir að binda hana en Vigil greip í byssunna og við stympingarnar hljóp skot úr byssunni og í læri Vigil.

Glatman missti einbeitinguna í augnablik við skotið sem Vigil nýtti til að bíta Glatman það fast í hendina að hann missti byssuna og greip Vigil hana eldsnöggt.

Blóðug með byssu

Ökumaður nokkur hafði séð til átakanna og kallað til lögreglu. Á vettvangi stóð blóðug Lorraine Vigil og miðaði byssu á árásarmann sinn. 

Glæpaferli Harvey Glatman var lokið, þökk sé hinni hugrökku ungu konu. 

Glatman var handtekinn fyrir líkamsárás en sagði það nú ekki allt, hann hefði líka myrt þrjár konur.

Til sönnunar máli sínu sótti hann stóra kistu og var innihaldið skelfilegt.

Eitt fórnarlamba Glatman.

Um var að ræða hundruð mynda af konum sem hann hafði misnotað svo og myndirnar af stúlkunum sem hann myrti. 

Harvey Glatman játaði á sig öll morðin og virtist reyndar frekar hreykin af þeim.

Hann var dæmdur til dauða fyrir morðin og þann 18. september 1959 endar Glatman ævi sína í gasklefa San Quentin fangelsins. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Í gær

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“