fbpx
Þriðjudagur 04.október 2022
Fókus

„Þessi þjóð er enn að vinna úr sameiginlegri áfallastreitu“

Fókus
Föstudaginn 12. ágúst 2022 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Sara Oddsdóttir, markþjálfi og lögfræðingur, er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Margrét Sara, oftast kölluð Sara Odds, segir í þættinum meðal annars frá fjölbreyttri ævi sinni, sem hefur oftar en einu sinni endað með algjörri U-beygju.

„Ég ólst upp í tískugeiranum af því að mamma og pabbi ráku tískuverslanir og fór til dæmis ekki í unglingavinnu, heldur vann í búðunum. Svo fór ég sjálf að reka tískuverslun og hélt að ég yrði í þessu það sem eftir væri, eftir að ég fékk inngöngu í nám í draumaskólann í fatahönnun í Bretlandi. En svo á einhverjum punkti í náminu úti fattaði ég að þetta var ekki það sem ég vildi gera til framtíðar. Ég áttaði mig á því að þetta var bara eitthvað sem ég var alin upp við og mér hafði verið kennt, en í hjartanu fann ég að ég vildi gera eitthvað annað,“ segir Sara, sem þurfti ung að læra að taka ábyrgð, eftir að hún varð ólétt aðeins 18 ára gömul. Það hjálpaði henni að skipta um takt í lífinu.

„Ég fékk reyndar smá aðstoð við að taka þá ákvörðun að hætta í þessum geira, þar sem ég varð ólétt á meðan ég var í náminu. Það gerði mér auðveldara að ákveða að skilja við þetta. Ég var bara nýorðin 19 ára þegar ég átti dóttur mína og það breytti mjög miklu. En það var skrýtið að átta sig á því að draumurinn sem ég hafði átt svona lengi um að komast í einn flottasta hönnunarskóla í Evrópu, var ekki það sem ég raunverulega vildi. En eins og ég segi áttaði ég mig á því á ákveðnum punkti að þetta var bara gamall draumur sem tengdist minnimáttarkennd úr æsku.”

Sara rak þó áfram búðina „Rokk og Rósir“ í talsverðan tíma, þar til hún ákvað að læra lögfræði. En síðan tók hún aðra U-beygju og ákvað að gerast
markþjálfi í stað þess að starfa við lögfræðina. Hún hefur unnið með miklum fjölda fólks undanfarin ár og segir algengt að fólk kveiki á því á milli þrítugs og fertugs að það vilji ekki starfa við það sem það menntaði sig til, en oftar en ekki sé óttinn við hið óþekkta of sterkur til að taka stökkið.

„Það getur auðvitað verið mjög erfitt að taka áhættu þegar fólk er með börn og þarf að borga reikninga, en ef við leyfum okkur að gera það sem við elskum falla hlutirnir oftar en ekki með okkur ef við erum þolinmóð,” segir Sara, sem segist finna það sterkt í störfum sínum við að markþjálfa fólk að fólk yfir ákveðnum aldri á Íslandi sé upp til hópa að díla við afleiðingar af tilfinniningalega lokuðu uppeldi. Ísland hafi verið samfélag þar sem ekki mátti ræða tilfinningar og allt átti að vera fullkomið á yfirborðinu.

„Það átti allt að vera fínt og hreint heima. Ef að amma þurfti að sækja afa fullan úti í bæ var beðið eftir að það væri búið að slökkva öll ljósin í götunni áður en honum var dröslað inn um útidyrnar og daginn eftir var svo látið eins og ekkert hefði gerst. Það mátti ekki ræða um neitt óþægilegt, en samt var fólk uppfullt af brestum í hverju einasta húsi. Við megum ekki gleyma því að þetta er staðurinn sem við erum að koma frá. Lífið var hart á Íslandi fyrir ekki svo löngu síðan og þessi þjóð er enn að vinna úr sameiginlegri áfallastreitu,“ segir Sara, sem segist sjá að yngri kynslóðiðin hafi upp til hópa fengið allt annars konar tilfinningalegt uppeldi og sé á margan hátt mun heilbrigðari.
Hér að neðan má sjá brot úr næstu þáttum Sölva:

Hægt er að nálgast viðtalið við Söru og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Sýklahræddur Howard Stern fór út úr húsi í fyrsta sinn síðan 2020

Sýklahræddur Howard Stern fór út úr húsi í fyrsta sinn síðan 2020
Fókus
Í gær

Hverjir borga og hverjum gengur best? – Allt sem þú vilt eða vilt ekki vita um Tinder

Hverjir borga og hverjum gengur best? – Allt sem þú vilt eða vilt ekki vita um Tinder
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigurður Ingólfsson skáld drakk af metnaði, dó tvisvar og tekst á við geðhvarfasýki – ,,Ég áttaði mig á að ég var orðinn klisja“

Sigurður Ingólfsson skáld drakk af metnaði, dó tvisvar og tekst á við geðhvarfasýki – ,,Ég áttaði mig á að ég var orðinn klisja“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fullnægingar kvenna þá og nú – Móðursýkin, fyrsti víbratorinn og tölfræði raðfullnæginga

Fullnægingar kvenna þá og nú – Móðursýkin, fyrsti víbratorinn og tölfræði raðfullnæginga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Steingerður kveðjur Vikuna – „Nú tekur við nýtt starf hjá einstökum samtökum“

Steingerður kveðjur Vikuna – „Nú tekur við nýtt starf hjá einstökum samtökum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Miles Teller braut reglur þegar hann hitti Vilhjálm og Katrínu

Miles Teller braut reglur þegar hann hitti Vilhjálm og Katrínu