fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fókus

Poppvélin sendir frá sér lag Hafnarfjarðar

Fókus
Þriðjudaginn 5. júlí 2022 13:28

Poppvélina skipa þau Örlygur Smári, Sólveig Ásgeirsdóttir og Valgeir Magnússon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Poppvélin sendir í dag frá sér lagið Bærinn minn sem er lag Hjarta Hafnarfjarðar í ár.

Sveitin fékk til liðs við sig Hafnfirðinginn Heiðar Örn Kristjánsson (oftast kendnan við Botnleðju) við flutning lagsins. Syngur hann því dúett á móti Sólveigu Ásgeirsdóttur, söngkonu hljómsveitarinnar. En aðrir meðlimir hljómsveitarinnar eru þeir Örlygur Smári og Valgeir Magnússon.

„Þegar þessi hugmynd kom upp að við yrðum með lag hátíðarinnar í ár, vissi ég strax að þetta lag væri lagið. Það grúvar flott við þá nostalgíuhugmynd sem þarf að vera í slíku lagi enda gekk það svo glimrandi upp þegar Vall bjó til þennan nostalgíutexta við lagið. Það er mjög gaman og mikill heiður að fólk vilji nota lagið okkar sem einkennislag hátíðarinnar í ár,“ segir Örlygur Smári um lagið og það að Hjarta Hafnarfjarðar skyldi hafa valið lagið sem lag hátíðarinnar.

„Ég reyndi að rifja upp hvernig manns næsta umhverfi tekur utan um mann þegar maður er að alast upp þegar ég var að semja þennan texta. Það sem helst er að gerast þegar maður er barn og unglingur og upplifir sitt nánasta umhverfi sem öryggi og vinasamfélag og svo kemur ástin að sjálfsögðu við sögu. Ég reyndi að gera það að verkum að textinn gæti átt við hvaða bæjarfélag sem er svo hver og einn getur tengt við það fyrir sjálfan sig, hvar sem viðkomandi ólst upp. Í mínu tilfelli fór ég í huganum í Fossvog í Reykjavík þar sem ég ólst upp. En svo sá ég að þetta virkaði þegar Heiðar gat tengt við sína æstku í Hafnarfirði. Hljómsveitin klráraði svo textann í sameiningu,” segir Valgeir um texta lagsins.

Lagið kemur út í dag, þriðjudaginn 5. júlí og má hlusta á það hér

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Í gær

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“