fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

„Ég treysti mér ekki í kringum nýja samstarfsmanninn“

Fókus
Laugardaginn 2. júlí 2022 18:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona leitar ráða til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre. Hún á erfitt með að hemja sig í kringum nýjan samstarfsfélaga.

„Nýi lagerstjórinn í vinnunni er svo kynþokkafullur og ég er hrædd um að ég eigi ekki eftir að geta haft stjórn á mér þegar við verðum ein saman í næstu viku,“ segir konan.

„Vandamálið er að ég er virðuleg 41 árs kona og hef verið gift í tæplega 19 ár. En mér líður eins og skólastelpu aftur, ég er svo skotin í nýja lagerstjóranum.“

Konan lýsir eiginmanni sínum; hann er fjórum árum eldri og mjög vanafastur. „Hann borðar það sama á hverjum degi, við ferðumst aðeins um Skotland og hann neitar að fara annað. Kynlífið okkar er alltaf eins, alltaf á sunnudögum og miðvikudögum. Ég hef reynt að breyta til, klæða mig upp fyrir hann og svona, en hann tekur ekki þátt í því,“ segir hún.

Nýi lagerstjórinn er 37 ára, einhleypur og glæsilegur.

„Ég get ekki hætt að stara á hann […] Ég held að sé líka hrifinn af mér. Ég spái núna í því hverju ég klæðist, ég keypti nýtt ilmvatn og fór í neglur. Ég þrái að hann kyssi mig,“ segir konan.

„Ég stundaði kynlíf með eiginmanni mínum tvisvar í síðustu viku – eins og venjulega – og lokaði augunum og ímyndaði mér að þetta væri kynþokkafulli lagerstjórinn að njóta ásta með mér.“

Konan segir að í næstu viku muni hún verja ein tíma með lagerstjóranum og hún sé hrædd um að eitthvað muni gerast.

„Hluti af mér getur ekki beðið, en annar hluti segir að nú sé kominn tími til að finna aðra vinnu.“

Þetta mun ekki enda vel

Deidre gefur konunni ráð.

„Ef hann er líka skotinn í þér mun ekki líða langt þar til eitthvað gerist á milli ykkar, sem getur sett hjónaband þitt í hættu og vinnuna þína,“ segir hún.

„Lagerstjórinn virkar kannski spennandi miðað við eiginmann þinn en þetta á ekki eftir að enda vel.“

Hún ráðleggur konunni að tala við eiginmann sinn og segja honum að vantar ástríðu í sambandið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tjáir sig um orðróminn um að O.J. Simpson sé faðir hennar

Tjáir sig um orðróminn um að O.J. Simpson sé faðir hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segist vera heimilislaus eftir hneykslið

Segist vera heimilislaus eftir hneykslið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát