fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Dauðinn í skápnum

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 2. júlí 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mary Elizabeth Isherwood var sextugur Breti, fráskilin lögreglumaður á eftirlaunum, sem hafði tekið að sér umönnunarstörf þar sem henni leiddust eftirlaunaárin. Hún hafði verið gift öðrum lögreglumanni til margra ára og átt með honum son en þau skildu í góðu og hélst með þeim mikil vinátta. 

Kærkomið frí

Mary og fyrrverandi maður hennar höfðu á hjónabandsárum sínum keypt sér íbúð í sumarhúsahverfi á vinsælum ferðamannastað í Wales. Þau nýttu hana sífellt sjaldnar eftir því sem árin liðu og leigðu þess í stað út. Að því kom að þau nenntu ekki að standa í leigunni lengur og sammældust um að selja eignina árið 2017. 

Mary ákvað að dvelja þó viku í september í sumarhúsinu áður en það yrði selt, njóta þess að eiga nokkra daga í slökun, og hlakkaði hana mikið til. Aftur á móti gekk henni illa að fá ferðafélaga. Sonur hennar var upptekinn og enginn vina hennar komst frá þessa vikuna. 

Líkfundurinn

Mary lét það ekki stöðva sig og ákvað að fara ein. Viku eftir að Mary lagði af stað tók einn af starfsmönnum sumardvalarsvæðisins eftir því vatnsleki var frá vegg einnar íbúðarinnar. Lét hann yfirmann sinn vita og sendi sá tvo viðgerðarmenn á svæðið. Þeir bönkuð á dyr en þegar að  enginn svaraði bönkuðu þeir á glugga og kölluðu inn í von um að eigandinn heyrði í þeim. Ekki gekk það heldur og brugðu þeir á það ráð að sækja höfuðlykil enda þurfti að hafa hraðar hendur til að koma í veg fyrir frekari skemmdir á eigninni. 

Í íbúðinni var engan að finna. Viðgerðarmennirnir leituðu uppruna lekans en hvorki vaskar né klósett sýndu nein ummerki um leka. Aftur á móti sáu þeir þurrkáp sem þá grunaði um að vera valdur að lekanum. Illa gekk að opna skápinn en þegar það að lokum tókst brá mönnunum í brún og kölluðu tafarlaust til lögreglu. 

Lík Marie lá upp við vegg skápsins. Hún hafði dáið úr kulda og hungri.  

Það var ráðgáta hvað hafi orðið til að Mary dó í skápnum en smám saman tókst að púsla saman atburðarrásinni. 

Örvæntingarfullar tilraunir

Mary hafði fengið sér sundsprett, farið heim og í sturtu og svo að sofa. Hún vaknaði um nóttina við að þurfa á klósettið en var það svefndrukkin eftir sundið að hún opnaði rangar dyr og fór inn skápinn í stað baðherbergisins. Þegar hún var komin inn í niðdimman skápinn, og hurðin lokuð að baki hennar, áttaði hún sig á mistökum sínum og greip í hurðarhúninn til að fara út. Húnninn aftur á móti brotnaði og var Mary því föst í skápnum. 

Mary barði á dyrnar og öskraði svo klukkustundum skipti. En enginn heyrði neyðaróp hennar. 

Hún reif niður hillu úr skápnum og reyndi að nota hana til að þvinga upp dyrnar en án árangurs. Hún reif einnig pípulögn af veggnum í þeirri von að hún myndi virka betur en hillan en ekki dugði það og í ofanálag byrjað ískalt vatn að leka inn í skápinn. Það var augljóst að Mary hafði reynt að brjóta allar hliðar skápsins allt þar til hún örmagnaðist og féll í gólfið. 

Afskiptaleysi grannanna

Þar lá hún, nakin eftir að hafa rifið af sér rennblaut náttfötin. Mary dó í skápnum einhverjum dögum síðar. Það dapurlegasta er hversu nálægt því Mary var að sleppa út. Henni hafði nefnilega tekist að brjóta gat á eina hlið skápsins en sá að eitthvað var fyrir. Sennilegast hefur hún talið það vera vegg og gefist upp. Það reyndist aftur á móti vera málverk. 

Við rannsókn lögreglu kom í ljós að nágrannar höfðu heyrt stanslaus högg og öskur í tvö sólahringa og barst hávaðinn frá íbúð Mary. Enginn tilkynnti aftur á móti hávaðann og gerðu hjónin ráð fyrir að um sjónvarp eða viðgerðarvinnu væri að ræða. Ákváðu grannarnir seinni daginn að hringja á lögreglu ef lætin héldu áfram fram á kvöld. En hávaðinn hætti og grannarnir sneru sér að öðru. 

Fjölskylda Mary var harmi slegin yfir skelfilegum örlögum hennar og fór í mál við sumardvalarstaðinn, sem sonur hennar sagði hafa brugðist skyldum sínum. 

Niðurstaða málsins hefur aldrei verið gefin upp. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“