fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Svona lætur hún börnin sín sofna á 5 mínútum

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 26. maí 2022 10:00

Brittany Vasseur - Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir foreldrar kannast án efa við það hversu erfitt það getur verið að láta börnin sín sofna og sofa alla nóttina. Þá getur einnig reynst erfitt að láta börnin komast í svefnrútínu en móðirin Brittany Vasseur virðist hafa fundið töfralausn á þessu algenga vandamáli.

„Guð minn góður, þetta breytir leiknum!“ segir Brittany í myndbandi sem hún birti á samfélagsmiðlinum TikTok. „Lífið mitt er bókstaflega breytt til frambúðar. Ég sá þessa lausn hér á TikTok og hún virkar. Þetta er það sem þú þarft að gera til að láta barnið þitt sofna hraðar, ég trúi ekki að þetta virkaði svona vel.“

Brittany segir að um tvö skref að ræða. „Það fyrsta sem þú þarft að gera er að segja þeim að þau þurfi ekki að fara að sofa, bara að leggjast niður og loka augunum,“ segir hún og bætir við að með þessu minnki pressan á börnin.

Næsta skref er að taka upp bók, hvaða bók sem er, og lesa hana rólega. Brittany sýnir hvað hún á við í myndbandinu en hún les bókina ekki mikið hærra en ef hún væri að hvísla. „Þú munt hljóma fáránlega en í rauninni þarftu að lesa hægt fyrir þau með mjög mjúkri og rólegri rödd,“ segir hún.

Brittany vill meina að þetta virki afar vel á hennar son. „Hann steinsofnar á um það bil fimm mínútum,“ segir hún.

@brittany.vasseur Omg this is game changing!! Follow for more #momhacks #momsoftiktok #momsoftiktok #sleeptipsformoms #sleeptipsfortoddlers thank you to @Macy Sapp ♬ Inspiration – TimTaj

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát