fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fókus

Svona lætur hún börnin sín sofna á 5 mínútum

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 26. maí 2022 10:00

Brittany Vasseur - Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir foreldrar kannast án efa við það hversu erfitt það getur verið að láta börnin sín sofna og sofa alla nóttina. Þá getur einnig reynst erfitt að láta börnin komast í svefnrútínu en móðirin Brittany Vasseur virðist hafa fundið töfralausn á þessu algenga vandamáli.

„Guð minn góður, þetta breytir leiknum!“ segir Brittany í myndbandi sem hún birti á samfélagsmiðlinum TikTok. „Lífið mitt er bókstaflega breytt til frambúðar. Ég sá þessa lausn hér á TikTok og hún virkar. Þetta er það sem þú þarft að gera til að láta barnið þitt sofna hraðar, ég trúi ekki að þetta virkaði svona vel.“

Brittany segir að um tvö skref að ræða. „Það fyrsta sem þú þarft að gera er að segja þeim að þau þurfi ekki að fara að sofa, bara að leggjast niður og loka augunum,“ segir hún og bætir við að með þessu minnki pressan á börnin.

Næsta skref er að taka upp bók, hvaða bók sem er, og lesa hana rólega. Brittany sýnir hvað hún á við í myndbandinu en hún les bókina ekki mikið hærra en ef hún væri að hvísla. „Þú munt hljóma fáránlega en í rauninni þarftu að lesa hægt fyrir þau með mjög mjúkri og rólegri rödd,“ segir hún.

Brittany vill meina að þetta virki afar vel á hennar son. „Hann steinsofnar á um það bil fimm mínútum,“ segir hún.

@brittany.vasseur Omg this is game changing!! Follow for more #momhacks #momsoftiktok #momsoftiktok #sleeptipsformoms #sleeptipsfortoddlers thank you to @Macy Sapp ♬ Inspiration – TimTaj

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjólar í fyrrverandi prinsinn og sparar ekki stóru orðin – „Hann er fáfróður, frekur og heimskur“

Hjólar í fyrrverandi prinsinn og sparar ekki stóru orðin – „Hann er fáfróður, frekur og heimskur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk frábært starf sem barnfóstra hjá auðugum hjónum – En svo byrjaði hún að sofa hjá móðurinni

Fékk frábært starf sem barnfóstra hjá auðugum hjónum – En svo byrjaði hún að sofa hjá móðurinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pattra ósátt við frétt Vísis um skilnaðinn: „Að gera það svo á þennan ósmekklega máta finnst mér fyrir neðan allar hellur!“

Pattra ósátt við frétt Vísis um skilnaðinn: „Að gera það svo á þennan ósmekklega máta finnst mér fyrir neðan allar hellur!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar og Sigmundur Ernir ljúka bókakonfektinu í ár

Gunnar og Sigmundur Ernir ljúka bókakonfektinu í ár
Fókus
Fyrir 5 dögum

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segist hafa verið byrlað ólyfjan á hótelbar

Segist hafa verið byrlað ólyfjan á hótelbar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ástralskur áhrifavaldur smakkaði KFC á Íslandi – „Þetta er málið með íslenskan mat“

Ástralskur áhrifavaldur smakkaði KFC á Íslandi – „Þetta er málið með íslenskan mat“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Grænland geymir mestu ráðgátu Norðurlandasögunnar

Grænland geymir mestu ráðgátu Norðurlandasögunnar