fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fókus

Boðið upp á ódýra borgara í rándýru Beckham-brúðkaupi

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 26. maí 2022 13:00

Beckham og Peltz - Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Brooklyn Beckham og leikkonan Nicola Anne Peltz gengu í það heilaga þann 9. apríl síðastliðinn. Eins og nafnið gefur til kynna er Brooklyn sonur fyrrverandi knattspyrnumannsins David Beckham og kryddpíunnar Victoria Beckham. Það var því við að búast að brúðkaupið yrði mikilfenglegt og dýrt, sér í lagi þar sem faðir Peltz, Nelson, er afar efnaður bandarískur fjárfestir.

Brúðkaupið, sem haldið var í Los Angeles, kostaði alls um 3 milljónir dollara, það gera rúmlega 389 milljónir í íslenskum krónum. Nýgiftu hjónin náðu þó að spara aðeins með matnum sem gefinn var gestum þegar að kvöldi var komið. Brúðkaupsgestir fengu nefnilega mat frá skyndibitakeðjunni Wendy’s.

Í brúðkaupinu var matartrukkur frá Wendy’s sem deildi ostborgurum og kjúklinganöggum til brúðkaupsgesta. Stakur ostborgari kostar tæpar 400 krónur en naggarnir eru á um 500 krónur. Gera má því ráð fyrir því að brúðhjónin hafi náð að spara ágætis summu á því að bjóða upp á skyndibitann frekar en hefðbundnari brúðkaupsmat.

„Við borðuðum ekki neitt þangað til Wendy’s trukkurinn kom og þá fékk ég mér þrjá borgara,“ segir Peltz í viðtali nýgiftu hjónanna við Vogue. „Þetta var hugmyndin mín, hin fullkomna rúsína í pylsuendann,“ segir Beckham.

Ástæðuna fyrir því að Wendy’s trukkurinn var valinn fram yfir aðra skyndibita má að hluta til rekja til þess að faðir Peltz er einn stærsti fjárfestirinn í Wendy’s. Auk þess er hann stjórnarformaður fyrirtækisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“