fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fókus

Þórunn Antonía blæs á kjaftasögurnar – „Allir sem þekkja mig vita að ég deita ekki fótboltamenn og svaf ekki hjá þessum dúdda“

Fókus
Miðvikudaginn 18. maí 2022 10:40

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir blæs á kjaftasögurnar sem hafa verið á sveimi um hana undanfarið. Eins og að hún hafi sofið hjá unglingi í útlöndum og sé í sambandi með pabba bestu vinkonu hennar.

Söngkonan hefur lengi verið í sviðsljósinu, enda ein ástsælasta söngkona landsins, og er því vön ýmsu umtali. En hún segir að kjaftasögurnar séu orðnar „ansi kryddaðar“ og því þörf á að koma hlutunum á hreint.

„Vá, ég hef heyrt þær margar fáránlegur kjaftasögurnar um mig sjálfa. Yfirleitt er mér drull en þær virða vera orðnar ansi kryddaðar,“ segir söngkonan og bætir við hláturstjákni (e. emoji).

Skjáskot/Instagram

„Samkvæmt nýjustu fréttum þá er ég siðblind tálmunarmóðir,“ segir hún og tekur fyrir það. Hún bendir á að barnsfaðir sonar hennar hefur verið með ríka umgengni frá fæðingu og fer til hans aðra hverja viku, frá miðvikudegi til sunnudags.

„Svo á ég líka að vera í einhvers konar sambandi með fokking pabba bestu vinkonu minnar sem á víst líka íbúðina sem ég bý í… Wtf people,“ segir hún.

„Jesús og svo margar aðrar… einhver önnur crazy ass saga um einhvern táning, sem jú reyndi svo sannarlega að sofa hjá mér í útlöndum eftir að hafa sagst vera frægur fótboltamaður og 24 ára. Allir sem þekkja mig vita að ég deita ekki fótboltamenn og svaf ekki hjá þessum dúdda þó hann virðist vera að monta sig af því út um allt.“

Söngkonan virðist ekki ætla að láta þetta á sig fá. „En bara keep on talking ef líf ykkar er það óspennandi að ég krydda upp á það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Oprah varpar ljósi á óvænta en ánægjulega aukaverkun megrunarlyfsins

Oprah varpar ljósi á óvænta en ánægjulega aukaverkun megrunarlyfsins
Fókus
Í gær

Jennifer Aniston gerir upp gott ár – Nýi kærastinn ánægður með það

Jennifer Aniston gerir upp gott ár – Nýi kærastinn ánægður með það
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stigavélaæfingin sem stelpurnar elska – Hafa séð ótrúlegan árangur

Stigavélaæfingin sem stelpurnar elska – Hafa séð ótrúlegan árangur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Draumur Siggu Ózk rættist – „Ég hafði bara tvær vikur til að gera allt“

Draumur Siggu Ózk rættist – „Ég hafði bara tvær vikur til að gera allt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er þetta besta Áramótaskaupið frá upphafi?

Er þetta besta Áramótaskaupið frá upphafi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á Fókus árið 2025 – Viðtöl, úlfúð, Íslandsvinir, kynlíf, þyngdarstjórnun og Söngvakeppnin

Málin sem vöktu mesta athygli á Fókus árið 2025 – Viðtöl, úlfúð, Íslandsvinir, kynlíf, þyngdarstjórnun og Söngvakeppnin