fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fókus

Julia Fox útskýrir af hverju hún fór að versla á nærfötunum

Fókus
Þriðjudaginn 17. maí 2022 12:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Julia Fox er enn á ný að vekja athygli fyrir áhugavert fataval sitt.

Hún fór að versla í matinn á sunnudaginn, ekkert athugunarvert við það, en var aðeins klædd nærfötum, gallajakka og stígvélum.

Myndir af henni fóru eins og eldur í sinu um netheima og höfðu netverjar ýmislegt um málið að segja.

Julia, sem er hvað þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndinni Uncut Gems, og fyrir að eiga í stuttu, en mjög opinberu ástarsambandi með Kanye West, útskýrði ástæðuna fyrir fatavalinu.

Í færslu á Instagram sagði hún: „Mér finnst bara að ef þetta er viðeigandi klæðnaður á ströndinni þá ætti þetta að vera viðeigandi alls staðar.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fatnaður Juliu vekur athygli. Í mars klæddist hún ljósbláum gallabuxum en var búin að klippa mittisstrenginn af og notaði hann sem topp.

Leikkonan virðist vera sérstaklega hrifin af gallaefni ef marka má föt hennar frá sunnudagsverslunarleiðangrinum. Hún var í gallajakka, í stígvélum úr gallaefni og með veski úr gallaefni, veskið virðist meira að segja vera gamlar gallabuxur.

Hér að neðan má sjá fleiri eftirminnileg augnablik í tískuvali stjörnunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar hvernig henni tókst að léttast um 13,6 kíló á tæpum tveimur mánuðum

Afhjúpar hvernig henni tókst að léttast um 13,6 kíló á tæpum tveimur mánuðum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið