fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Birta er fjölkær og á sex maka – „Kynlífið mitt á milli allra einstaklinga er svo mismunandi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 19. apríl 2022 20:30

Birta Blanco. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

OnlyFans-stjarnan Birta Blanco er nýjasti gestur Hildar Maríu Sævarsdóttur í hlaðvarpsþættinum Lifa og Njóta.

Þær fara um víðan völl í viðtalinu og ræðir Birta meðal annars um lífið í kláminu, fjölkært ástarlíf sitt (e. polyamory) og makana sína sex.

Barnaverndarnefnd gert sig líklega til að taka börnin af henni

Birta lýsir sér sem feiminni manneskju vilji svo til að starfi við að framleiða klám, en hún er meira en bara klámstjarna – hún er einnig móðir. Í þættinum segir hún frá samskiptum sínum við Barnavernd.

„Barnaverndarnefnd hefur pínu verið að þykjast ætla að taka börnin frá manni og eitthvað kjaftæði. Þau vilja meina að maður á ekki að vera að gera svona með börnin á heimilinu. Þá spurði ég: „Stundar þú kynlíf með makanum með börnin heima hjá þér?“ […] Nema ég bæti við myndavélinni. Ég er ekkert að gera neinn óskunda með börnin heima hjá mér og finnst ekkert að þessu,“ segir hún.

Tók upp klám í Texas

Birta segir að hún hafi lengi ætlað sér að starfa í kynlífsiðnaðinum, sótti á sínum tíma um á Goldfinger en hætti við því hún fílaði ekki orkuna inni á staðnum, hún hafi þá hugsað um að vera „cam girl“ en byrjaði að stunda vændi.

„Ég byrjaði að selja mig hérna á Íslandi í gegnum Einkamál og það var ógeðslega gaman. Maður kynnist mjög mikið af skemmtilegu fólki,“ segir hún.

Hún hætti í vændi þegar hún byrjaði á OnlyFans og segir að henni hefur aldrei liðið jafn vel og núna. Hún er tiltölulega nýkomin frá Texas þar sem hún var að taka upp klám með framleiðslufyrirtækinu Marcos Orlando.

Sjá einnig: Birta er í Texas að taka upp klám – Sýnir frá tökustaðnum og deilir ferlinu

Fjölkær með sex maka

Aðspurð hvort hún sé komin í samband svarar Birta: „Fullt af þeim,“ og þær hlæja.

„Ég á sex maka […] Ég er að deita tvö pör, svo er ég að deita tvo karlmenn. Fólk veit eflaust hvað eitt parið er, það eru Ingibjörg og Tryggvi,“ segir hún og er að vísa í áhrifavaldinn Ingibjörgu Eyfjörð, sem er einnig á OnlyFans og kallar sig Gothfjörð á samfélagsmiðlum.

„Jújú, þetta getur alveg verið svolítið mikið,“ viðurkennir Birta þegar hún er spurð hvort að það sé ekki meira en að segja það að eiga þennan fjölda af mökum.

Aðspurð hvort enginn sé öfundsjúkur segir hún. „Sko ég myndi ekki segja öfundsjúkur en Bjössi [kærasti minn] er að læra inn á þetta og það er kannski pínu erfitt, en hann er mjög skilningsríkur og styður mig í þessu. Ég er mjög heppin. Hann líka talar við mig ef honum líður ekkert geðveikt vel, maður þarf að passa að allir séu sáttir og að öllum líður vel.“

Birta segir að hún sé alltaf hreinskilin við makana sína hvar hún er, eins og ef hún er hjá öðrum maka.

„Ég get alveg sagt það að kynlífið mitt á milli allra einstaklinga er svo mismunandi […] Allir eru öðruvísi, öðruvísi gott. Fyrir mig er það þessi fjölbreytileiki sem er svo heillandi fyrir mig.“

Þú getur horft á stiklu úr þættinum hér að neðan, í henni segir Birta frá því sem kom henni mest á óvart við mótleikara sinn í Texas, en það var stærð getnaðarlims hans.

Birta ræðir frekar um sambönd sín, klámið, ferðina til Texas og fleira í hlaðvarpsþættinum sem má horfa á Patreon-síðu Lifa og Njóta.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 3 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni