fbpx
Sunnudagur 07.ágúst 2022
Fókus

Forsagan á bak við erjur Will Smith og Chris Rock

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 28. mars 2022 12:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppákoma á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt, er nú þegar orðin alræmd og hefur tröllriðið fjölmiðlum síðastliðna tólf klukkutíma. Leikarinn Will Smith sló grínistann Chris Rock utan undir í beinni útsendingu vegna brandara sem sá síðarnefndi gerði um eiginkonu Wills, Jada Pinkett Smith.

Sjá einnig: Sjáðu myndbandið: Will Smith sló Chris Rock í beinni á Óskarnum – „Ekki tala um fokking konuna mína!“

Brandarinn sem gerði útslagið var um hár leikkonunnar, en hún er krúnurökuð og er með sjálfsofnæmissjúkdóm sem veldur hárlosi (e. alopecia). Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock kröftuglega utan undir og öskraði: „Ekki tala um fokking konuna mína!“

Akademían sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins og sagðist fordæma allt ofbeldi, en margir eru farnir að beita hana þrýstingi til að svipta hann verðlaununum fyrir að brjóta siðareglur hátíðarinnar.

Sjá einnig: Will Smith gæti verið sviptur Óskarnum

Málið á sér smá forsögu og tengist einnig Óskarsverðlaunahátíðinni. Árið 2016 var Chris Rock kynnir á hátíðinni og skaut á hjónin í uppistandi sínu, en þau voru bæði fjarverandi það árið.

Chris Rock á Óskarsverðlaunahátíðinni 2016.

Margir voru fjarverandi það ár til að mótmæla því að nær allir sem voru tilnefndir til verðlauna voru hvítir.

„Jada sagði að hún kæmi ekki, ég var alveg: „Er hún ekki í sjónvarpsþætti?“ Ætlar Jada að sniðganga Óskarinn? Jada að sniðganga Óskarinn er eins og ég að sniðganga nærbuxurnar hennar Rihönnu. Mér var ekki boðið!“ Sagði Chris Rock árið 2016.

Hann gerði einnig grín að Will Smith í uppistandinu. Þegar fjölmiðlar heyrðu í hjónunum eftir hátíðina og óskuðu eftir viðbrögðum við skotum Chris Rock þá virtist hvorugt þeirra kippa sér eitthvað upp við þetta.

„Þetta fylgir bransanum elskan,“ sagði Jada við X17. „Ég meina, þetta kemur bara með bransanum en við þurfum að halda áfram.“

Þegar Will Smith var spurður út í brandarana brosti hann einfaldlega og gerði friðamerki með fingrunum fyrir myndavélarnar.

Það virtist því sem svo að þetta væri gleymt og grafið en telja margir þetta geta hugsanlega útskýrt stutta þráð Will Smith í nótt.

Sjá einnig: Svona voru viðbrögð gesta Óskarsins við löðrungnum – Grátandi Will Smith baðst afsökunar

Í fyrra opnaði Jada Pinkett sig um að vera greind með sjálfsofnæmissjúkdóm sem veldur hárlosi (e. alopecia) í þættinum Red Table Talk, hún ræddi einnig um ákvörðun sína um að raka höfuð sitt og taka því fagnandi að vera sköllótt.

Chris Rock kom með brandara um krúnurakað höfuð hennar í nótt og kallaði hana: „G.I Jane.“ Will Smith virtist hlæja í fyrstu yfir brandaranum, þar til hann sneri sér að eiginkonu sinni og sá að henni var ekki skemmt. Þá stóð hann upp, rauk upp á svið og sló grínistann utan undir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Leyndardómar kynlífsklúbbsins – Meðlimir borga allt að 5 milljónir á ári fyrir orgíur

Leyndardómar kynlífsklúbbsins – Meðlimir borga allt að 5 milljónir á ári fyrir orgíur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nágrannar kvaddir eftir 37 ár – Þetta eru stærstu stjörnurnar sem þættirnir hafa alið af sér

Nágrannar kvaddir eftir 37 ár – Þetta eru stærstu stjörnurnar sem þættirnir hafa alið af sér
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ryan Seacrest með allt á útopnu í tveimur neyðarlegum atvikum

Ryan Seacrest með allt á útopnu í tveimur neyðarlegum atvikum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingar á Twitter missa sig yfir eldgosinu – „Held ég hafi séð þessa mynd áður“

Íslendingar á Twitter missa sig yfir eldgosinu – „Held ég hafi séð þessa mynd áður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þessi mun leika Marilyn Monroe í nýrri ævisögulegri kvikmynd úr smiðju Netflix

Þessi mun leika Marilyn Monroe í nýrri ævisögulegri kvikmynd úr smiðju Netflix
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eign dagsins: Stílhrein og björt 72 fermetra risíbúð í Vesturbænum

Eign dagsins: Stílhrein og björt 72 fermetra risíbúð í Vesturbænum