fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

„Narsissistar sýna oftast ekki sitt rétta andlit fyrr en þeir eru orðnir öruggir með að hafa náð þér“

Fókus
Miðvikudaginn 7. desember 2022 09:32

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær fór í loftið nýr þáttur af Krassandi konum, hlaðvarpsþætti Ísdrottningarinnar Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur.

Markþjálfinn og samskiptaráðgjafinn Linda Baldvinsdóttir var gestur glamúrfyrirsætunnar og athafnakonunnar þessa vikuna. Þær fara um víðan völl í viðtalinu en ræða meðal annars um narsissista persónuleikaröskun, hvernig er að vera í ástarsambandi með narsissista og „hvað skal gera til að forðast að lenda í klóm þeirra.“

„Konur fatta oft ekki fyrr en allt of seint að þær eru í ofbeldissambandi, því það gerist hægt og vaxandi yfir langan tíma. Oft eru konur komnar á þann skilning að það sé eitthvað að þeim, þær séu geðveikar, þurfa hjálp, eru komnar með kvíða og þunglyndi ásamt öðrum geðrænum kvillum,“ segir Ásdís í þættinum.

„Það eru ekkert endilega rauð flögg í byrjun,“ segir Linda og heldur áfram:

„Þetta eru yfirleitt sjarmerandi einstaklingar sem heilla þig upp úr skónum og eru rosa klárir, þeir sýna ekkert endilega einhverja athugaverða framkomu nema það að þeir geta verið sérstaklega heillandi. Narsissistar sýna oftast ekki sitt rétta andlit fyrr en þeir eru orðnir öruggir með að hafa náð þér og þá byrjar ballið, þeir geta verið mjög klókir og kunna að gera aðstæðurnar þannig að það er erfitt að sleppa úr þeim. Það er erfitt að segja hvernig eigi að forðast þessa einstaklinga en það sem ég segi alltaf við mína er hlustaðu á hjartað þitt, við fáum alltaf þessa „göts“ tilfinningu: Það er eitthvað bogið við þetta, eða það er ekki allt eins og það á að vera og hún er yfirleitt rétt en við hendum því í burtu því hann er svo sjarmerandi. En allavega getur þú vitað það ef þú ert farin að tipla á tánum, ef þér líður illa og þú ert kvíðinn, ert farin að fá jafnvel líkamleg einkenni eða ert orðin óörugg með hvað þú ætlar að segja, hvort þú megir segja það, hvort þú megir umgangast vini þína, hvort þú megir fá pening fyrir nauðsynjum og svo framvegis, þá getur þú verið viss um það að þú ert í heilbrigðu sambandi.“

ADHD hjá konum

Í seinni hluta þáttarins ræðir Ásdís við Söru Rós hjá Líffstefnu um ADHD hjá konum. Þær ræða meðal annars um hvernig ADHD birtist öðruvísi hjá konum en körlum, eins og meiri athyglisbrestur og ofvirknin er meiri „inn á við“ til dæmis „í stjórnlausum hugsunum en ekki í þessari miklu hreyfi ofvirkni sem birtist meira hjá strákum.“

„Konur gera sér oft ekki grein fyrir því að þær séu með ADHD fyrr en á efri árum,“ segir Sara Rós.

Ásdís talar um sína reynslu af ADHD og að hvernig henni hefur alltaf þótt erfitt að lesa bækur.

„Ég fékk samt alltaf háar einkunnir og gerði mér aldrei grein fyrir því að ég væri með athyglisbrest, hélt bara að ég væri smá skrýtin. Þú þarft án efa að leggja meira á þig í námi til að ráða við einbeitinguna og minnið því þú getur orðið góð í flest öllu þó þrátt fyrir ADHD, en það nenna því ekki allir,“ segir hún.

Þú getur horft á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“