fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Útlendingar enn hissa á íslensku jólaljósunum – Er gyðingdómur svona líka rótgróinn á Íslandi?

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 4. desember 2022 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðventuljósin, sem sjá má í glugga á hverju íslensku heimili vekja oft athygli ferðamanna en slík ljós fáséð í öðrum löndum. Þau eru stundum kölluðu gyðingaljós en hafa í raun enga tengingu við gyðingdóm.

Þau hafa hinsvegar tengingu við Svíþjóð þar sem siður var að setja kertaljós í glugga frá Lúsíuhátíðinni þann 13. desember og fram að jólum, til þess að varða leiðina fyrir kirkjugesti sem voru á ferð í skammdeginu. Þessi ákveðna tegund ljósa var hönnuð af manni að nafni Oscar Anderson og fyrstu rafmagnsljósin fyrst fjöldframleidd í Gautaborg árið 1939.

Hanukkah ljós

Af hverju ljósin er sjö veit enginn fyrir víst. Hugsanlega er það vegna sjö daga vikunnar, kannski vegna þess hversu heilög talan er í mörgum trúarbrögðum eða kannski fannst Oscar bara smart af hafa þau sjö.

Hefðbundin gyðingaljós sem notuð eru á ljósahátiði gyðinga, hanukkah, eru hins vegar níu. Fjögur ljósanna mynda beina línu en miðjukertið er hærra.

Fyrstu fjöldaframleiddu aðventuljósin mynduðu brú en síðar var farið að láta þau mynda hvassan tind og var sú hönnun sú vinsælasta á Íslandi.

Nýjung í Svíþjóð

Árni Björnsson þjóðháttafræðingur útskýrði tilkomu ljósanna á Vísindavefnum fyrir ríflega tuttugu árum og hljómar sú frásögn eftirfarandi:

„Kaupsýslumaður einn í Reykjavík hét Gunnar Ásgeirsson, ættaður úr Önundarfirði. Hann átti mikil skipti við sænsk fyrirtæki og flutti til að mynda bæði inn Volvo og Husquarna. Á einni verslunarferð sinni í Stokkhólmi fyrir jól kringum 1964 rakst hann á einfalda trépíramíta með sjö ljósum og ýmislega í laginu. Hér var um að ræða nýjung í Svíþjóð; lítt þekktir smáframleiðendur voru að reyna að koma föndri sínu á framfæri í jólavertíðinni.

Hugmyndin um ljósin sjö er komin úr Gamla testamentinu þar sem sjö arma ljósastikan var mikill helgidómur í musterinu. Þar virðist ljósastikan þó hafa verið lárétt og var ekki á almannafæri.

Árni Bjönsson þjóðháttafræðingur

Allir með glingur í gluggum

Þessi framleiðsla hafði þá ekki slegið í gegn í Svíþjóð og mun ekki hafa gert fyrr en um 1980. Jólastjörnur og litlir stjakar voru þar hin hefðbundna gluggaskreyting á aðventu. Gunnari datt hinsvegar í hug að þetta gæti verið sniðugt að gefa gömlum frænkum sínum, handa hverjum menn eru oft í vandræðum með að finna gjafir.

Hann keypti held ég þrjú lítil ljós, og þau gerðu mikla lukku hjá frænkunum og vinkonum þeirra. Gunnar keypti því fleiri ljós næsta ár til gjafa sem hlutu sömu viðtökur. Þá fyrst fór hann að flytja þetta inn sem verslunarvöru, og smám saman þótti það naumast hús með húsi ef ekki er slíkt glingur í gluggum.

Heldur snautleg saga

Þetta fyrirbæri hefur vakið mikla athygli útlendinga sem hingað koma um jólaleytið, enda mun Reykjavík skera sig nokkuð úr öðrum borgum að þessu leyti. Þjóðminjasafnið eða ég sjálfur fáum oft upphringingar utan úr heimi vegna þessa, og margir biblíufróðir spyrja hvort gyðingdómur sé mjög rótgróinn á Íslandi.

Það þykir sannast sagna heldur snautlegt þegar upplýst er hversu ofur ung og veraldleg þessi skreyting í rauninni er.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu