fbpx
Mánudagur 13.maí 2024
Fókus

Herbert lýsir fangelsisvistinni – Seldi bækur fyrir 380 milljónir

Fókus
Þriðjudaginn 27. desember 2022 12:00

Herbert Guðmundsson er engum líkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Herbert Guðmundsson tónlistarmaður segist biðja bænir fyrir öll gigg og tónleika. Herbert, sem er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar, fer í þættinum yfir ferilinn, trúna, neysluna, bóksölu fyrir hundruði milljóna og margt fleira.

Biður til Guðs alla daga

,,Ég fer alla daga með bænir, bæði kvölds og morgna og reyni að lesa mikið í orðinu. Það er búið að skrá leiðsögn í hundruðir ára sem er ótrúleg ef maður leyfir sér að kafa ofan í það. Ég hef alltaf verið trúaður, alveg frá því að amma mín kenndi mér bænir þegar ég var lítill strákur. Svo fór maður á gelgjuna og þá fór ég í uppreisn, en síðan byrjaði ég bara aftur. Ég fór í búddismann í mörg ár, sem var frábær skóli, þar sem ég kyrjaði kvölds og morgna. En svo var það í sporavinnunni sem ég fékk einhvers konar fullvissu um æðri mátt og þá fór ég aftur í upprunann til drottins. Ég stunda bæn og hugleiðslu mjög reglulega, stundum bara í bílnum og alltaf áður en ég spila á tónleikum. Það hjálpar mér að vera í flæðinu og gerir líf mitt innihaldsríkara á allan hátt.”

Varð háður flösu djöfulsins

Sjálfsvinnan hjá Herberti kom til eftir að hann var orðinn háður kókaíni, sem hann kallar flösu djöfulsins:

,,Ég var að sulla í bjór og áfengi og eitthvað í heimaræktu grasi, en efnið sem var verst fyrir mig var kókaín. Þetta var orðin dagleg neysla og jókst bara og jókst. Kókaínið heltók mig, en sem betur fer fékk ég ,,wake up call” þegar þekktur tónlistarmaður var tekinn af lögreglunni með fulla ferðatösku af kókaíni í Leifsstöð. Ég sá fréttirnar af þessu og áttaði mig á því að þetta gætu mjög auðveldlega orðið mín örlög. Ég hringi á Vog strax daginn eftir og finnst ég gríðarlega lánsamur að hafa sjálfur tekið þessa ákvörðun og stoppað áður en þetta varð enn verra. Ég vann svo mikið að ég átti alltaf fyrir þessu og þá er hægt að halda bara endalaust áfram. Ég fór með hálfa milljón á mánuði í kókaínið. Það er miklu auðveldara að vera í afneitun lengi ef maður á nógan pening.”

Herbert hefur ekki setið auðum höndum í gegnum tíðina. Hann lærði meðal annars að vera ísgerðarmaður og rak ísbúðir bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Svo er hann þekktur fyrir að vera einn öflugasti sölumaður Íslandssögunnar, sérstaklega í sölu á bókum:

„Ég var alltaf söluhæsti sölumaðurinn hjá Erni og Erlygi og þegar ég hætti þar var ég búinn að selja bækur fyrir 380 milljónir. Ég held að lykillinn að því sé hvað mér fannst gaman að hitta fólk. Ég bara fyllti bílinn af bókum og svo keyrði ég af stað og bankaði á dyr og dinglaði dyrabjöllum. Erfiðasta en skemmtilegasta sölumennskan er að ganga bara á milli húsa og selja. Það var sérstaklega gaman þegar ég fór ferðir í kringum landið og bankaði upp á hjá mönnum sem sögðust alls ekki ætla að kaupa neitt af mér, en buðu mér í kaffi. Svo eftir smá spjall þar sem ég sýndi þeim áhuga og spjallaði við þá um daginn og veginn enduðu þeir á að kaupa af mér sett af bókum. Stærsta trixið í að selja er að sýna fólki áhuga, vera ekki of ýtinn og finna snertifleti við þann sem maður er að selja.”

Var lítill í sér í fangelsinu

Eitt af því sem Herbert hefur upplifað í sínu ótrúlega lífshlaupi er að sitja í fangelsi, þar sem hann samdi sitt vinsælasta lag, ,,Can´t Walk away”:

,,Þarna sannaðist það að vandamálin eru eldiviður framfaranna. Ég var settur í gæsluvarðhald og dæmdur fyrir að taka pakka með fíkniefnum í land þegar ég var kokkur á togara. Það var lágt á mér risið þegar ég var að raula lagið í fangaklefanum, en í dag lít ég á þetta sem skóla og reynslu. Ég las eina bók á dag í gæsluvarðhaldinu og var staðráðinn í að nota þennan tíma til að bæta mig og koma út sem betri maður. Þetta var auðvitað rosalegt sjokk og fyrstu dagarnir voru erfiðir, en svo varð ég að gera það besta úr stöðunni. Þegar ég fékk gítarinn loksins inn til mín kom lagið til mín frekar fljótt:

„There is a way every day, to the problems that man just can´t turn away. Because in this life people try to walk away and say it´s ok, but i´ve seen a terror screen and it build´s up like a monster machine. Got to look into all directions. Have to know, life has difficult questions, who have to look into all directions. Can´t walk away…..”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Oprah biðst afsökunar á því að hafa verið virkur þátttakandi í megrunariðnaðinum í gegnum allan sinn feril

Oprah biðst afsökunar á því að hafa verið virkur þátttakandi í megrunariðnaðinum í gegnum allan sinn feril
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að lögreglan hafi ráðlagt henni að kæra ekki líkamsárásina – „Ef ég færi á eftir honum þá ætti ég í hættu að hann kæmi á eftir mér“

Segir að lögreglan hafi ráðlagt henni að kæra ekki líkamsárásina – „Ef ég færi á eftir honum þá ætti ég í hættu að hann kæmi á eftir mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helga dásamaði ísraelska lagið en fékk bágt fyrir – „Megi friður takast í heiminum AMEN“

Helga dásamaði ísraelska lagið en fékk bágt fyrir – „Megi friður takast í heiminum AMEN“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginkonan vill að ég stundi kynlíf með öðrum konum – Hjálp!

Eiginkonan vill að ég stundi kynlíf með öðrum konum – Hjálp!
Fókus
Fyrir 4 dögum

Reiðarslag fyrir Harry Bretaprins eftir að höllin sendi honum konunglegan fingurinn

Reiðarslag fyrir Harry Bretaprins eftir að höllin sendi honum konunglegan fingurinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dauðsér eftir því að hafa ekki lögsótt 14 ára leikkonu

Dauðsér eftir því að hafa ekki lögsótt 14 ára leikkonu