fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fókus

Kleini um núverandi kærasta Svölu – „Hver í fokkanum er það?“

Fókus
Laugardaginn 3. desember 2022 09:36

Kristján Einar Sigurbjörnsson - Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjómaðurinn og áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson hefur baðað sig í sviðsljósinu frá því að hann losnaði úr fangelsi á Malaga á Spáni. Þar mátti hann dúsa í átta mánuði, að eigin sögn fyrir ryskingar í næturlífi borgarinnar, og upplifði hryllilega hluti. Meðal annars segist hann hafa orðið vitni að nauðgunum og morði auk þess sem hann hafi þurft að stinga mann með hníf og sjálfur verið þolandi slíkrar árásar.

Kristján Einar, eða Kleini eins og hann er gjarnan kallaður, nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlinum Instagram og er duglegur við að svara spurningum frá fylgjendum sínum. Hann hefur ítrekað verið spurður út í samband sitt við söngkonuna Svölu Björgvins, sem kom honum á kortið, en upp úr því slitnaði um það leyti sem Kleini var settur í steininn.

Kleini setti þó aðdáendum sínum stólinn fyrir dyrnar varðandi slíkar spurningar og sagðist aldrei ætla að tjá sig um samband sitt við stórsöngkonuna.

Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um Lexa Blaze

Í gærkvöldi svaraði Kleini fleiri spurningum frá aðdáendum og einn þeirra spurði hver væri skoðun hans á Lexa Blaze. Um er að ræða núverandi kærasta Svölu, Alexander Alexandersson, sem kallar sig Lexa Blaze á samfélagsmiðlum.

Kleini þóttist ekkert kannast við manninn og spurði einfaldlega á móti: „Hver í fokkanum er það?“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“

Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann á eftir að gera meira, hann er bara rétt að byrja“

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann á eftir að gera meira, hann er bara rétt að byrja“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Við erum hrædd en við stöndum saman

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Við erum hrædd en við stöndum saman
Fókus
Fyrir 5 dögum

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“