fbpx
Sunnudagur 05.febrúar 2023
Fókus

Hafnaði 1,3 milljarði því hann vildi ekki bólusetningasprautu

Fókus
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 14:00

Ísmolinn hefur þó líklega nóg milli handanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn og leikarinn O’Shea Jackson, betur þekktur sem Icecube, hefur staðfest að hann hafi hafnað hlutverki í Hollywood-mynd sem hefði skilað honum 9 milljónum dala, andvirði um 1,3 milljarða króna, því hann hafi ekki viljað láta bólusetja sig fyrir kórónuveirunni á meðan heimsfaraldurinn stóð fyrir.

Orðrómur um þetta fór af stað fyrir um ári síðan án þess að Icecuba hafi tjáð sig um málið en rapparinn staðfesti þetta svo á dögunum í viðtali við hlaðvarpið Million Dollaz Worth of Game.

„Ég hafnaði 9 milljónum dollara því ég vildi ekki fá sprautuna. Fari þessi sprauta til fjandans og líka allir þeir sem reyndu að neyða mig í hana,“ sagði Jackson var talsvert niðri fyrir. Hann segir óvíst hver staða sín sé í Hollywood eftir að hafa gengið frá verkefninu en rapparinn hefur ekki leikið í Hollywoodmynd frá árinu 2020 þó að einhverjar myndir séu á teikniborðinu.

Hermt er að myndin sem Icecube neitaði að leika í hafi verið mynd sem bar vinnuheitið Oh Hell No og átti ólíkindatólið Jack Black að leika aðalhlutverkið á móti rapparanum. Verkefninu var síðan frestað og óvíst með öllu hvort myndin líti nokkurn tímann dagsins ljós.

Icecube var maður þversagna á meðan heimsfaraldrinum stóð. Hann hafnaði bólusetningum með öllu en stóð fyrir fjáröflunum fyrir heilbrigðisstarfsmenn sem voru í fremstu víglínu í baráttunni við sjúkdóminn. Á sama tíma tísti hann meðal annars skilaboðum um að læknar ættu að hætta ljúga til um vírusinn og segja fólki sannleikann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt