fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fókus

Sýna Avatar 2 í heilan sólarhring í Kringlunni

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 10:26

Sambíóin í Kringlunni munu sýna myndina allan daginn. Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nærri 13 árum síðan kom meistaraverk James Cameron og tekjuhæsta kvikmynd allra tíma, Avatar, í kvikmyndahús og nú loksins fer að líða að því að framhaldsmyndin, Avatar: The Way of Water, birtist á stóra tjaldinu.

Forsala miða á Avatar: The Way of Water hefst klukkan 17:00 í dag en myndin verður frumsýnd þann 16. desember næstkomandi.

Sambíóin í Kringlunni hafa verið lokuð að undanförnu vegna framkvæmda og endurbóta en nú fer að líða að því að bíóið opni á ný. „Nú í lok nóvember er fyrirhuguð opnun á fyrsta áfanga eftir breytingar,“ segir í tilkynningu frá Sambíóunum.

„Fljótlega í kjölfarið verður svo opnaður stærsti og glæsilegasti VIP LÚXUS bíósalur landsins og þótt víðar væri leitað.“

Í tilefni þess að Sambíóin Kringlunni eru að vakna aftur til lífsins eftir fegurðarblund sinn verður Avatar: The Way of Water sýnd í 2D og 3D í heilan sólarhring og verða fyrstu sýningar klukkan 10:40 að morgni 16. desember.

Forsala á myndina hefst klukkan 17:00 í dag en hægt er að kaupa miða á sýningarnar á sambio.is og í miðasölum Sambíóanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 1 viku

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 1 viku

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs