fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fókus

Robert Downey Jr. nær óþekkjanlegur með skallann

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 21. nóvember 2022 16:53

Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert Downey Jr. hefur vakið gífurlega athygli fyrir nýtt útlit sitt sem hann frumsýndi á rauða dreglinum um helgina. Leikarinn, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Járnmaðurinn í Marvel söguheiminum, er búinn að skafa af sér hárið. Fjölmargir netverjar voru furðu lostnir þegar þeir sáu myndir af leikaranum með ekkert hár á höfðinu.

Mynd/Getty

„Ég þekkti hann ekki í heila mínútu,“ segir til dæmis einn netverji. Þá furða mörg sig á því hvers vegna leikarinn skafaði hárið af. Var því til dæmis velt upp að hann gæti verið að missa hárið og að hann hafi ákveðið að láta það fjúka þess vegna.

Það er þó afskaplega einföld ástæða fyrir þessu, Robert losaði sig við hárið fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum The Sympathizer sem verða frumsýndir á HBO á næsta ári. Skömmu fyrir síðustu hrekkjavöku leyfði hann krökkunum sínum að raka af sér hárið og birti myndband af því á Instagram-síðu sína. „Ég vil ekki vera með skallakollu, viljiði raka á mér hausinn?“ spyr hann krakkana í myndbandinu sem sjá má hér fyrir neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Robert Downey Jr. (@robertdowneyjr)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Óli Palli sýndi á sér nýja hlið – „Óli Palli þúsundfjalagaur“

Óli Palli sýndi á sér nýja hlið – „Óli Palli þúsundfjalagaur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dómari úrskurðar um útburð hjá stjörnuhjónunum fyrrverandi – Allur rekstrarkostnaður í verulegum vanskilum

Dómari úrskurðar um útburð hjá stjörnuhjónunum fyrrverandi – Allur rekstrarkostnaður í verulegum vanskilum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þingmaður Viðreisnar selur einbýlishús í Reykjanesbæ – „Þetta hús hefur alltaf verið mitt heima“

Þingmaður Viðreisnar selur einbýlishús í Reykjanesbæ – „Þetta hús hefur alltaf verið mitt heima“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gwyneth Paltrow vildi ekki leika í kynlífsatriði með Ethan Hawke – Þetta er ástæðan

Gwyneth Paltrow vildi ekki leika í kynlífsatriði með Ethan Hawke – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann ákvað bara þegar hann hitti hana að þetta væri rétta konan“

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann ákvað bara þegar hann hitti hana að þetta væri rétta konan“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Blaðamaður sullaði aðeins í áfengi í viku – Áhrifin á heilsu hans voru sláandi

Blaðamaður sullaði aðeins í áfengi í viku – Áhrifin á heilsu hans voru sláandi