fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Töfrarnir gerast á vinnustofunni hjá Guðbjörgu Kára

Fókus
Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 13:58

Í þættinum Matur og heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar keramikhönnuðinn Guðbjörgu Kára sem hannar undir nafninu KER á vinnustofu hennar í Hlíðunum. MYND/AÐSEND

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsþátturinn Matur og heimili verður að vanda á dagskrá Hringbrautar í kvöld þar sem Sjöfn Þórðar þáttastjórnandi heimsækir meðal annars leirlistakonuna og keramikhönnuðinn Guðbjörgu Káradóttur hjá KER á vinnustofu hennar og fær að skyggnast í töfraheim hennar í keramik listinni  sem er ævintýralegur en hlutirnir hennar Guðbjargar hafa vakið mikla athygli fyrir fallega hönnun og áferð. Guðbjörg hefur starfað sem keramíkhönnuður frá útskrift úr Myndlista- og handíðaskólanum, með hléum, frá árinu 1994. Hún handrennir öll sín verk og vinnur aðallega með postulín og steinleir, auk þess sem hún vinnur með eldfjallaösku sem hún blandar við postulín með ákveðinni aðferð. Merkustu vörur hennar ásamt bollunum sem hún handrennir eru jólatré frá KER.

Hannar borðbúnað fyrir The Reykjavík Edition hótelið

Þessa dagana er nóg að gera á vinnustofu Guðbjargar en hún hefur vart undan að handrenna jólatré á vinnustofu sinni KER í Hlíðunum en jólatré hennar hafa slegið í gegn og rjúka út eins og heitar lummur. Það má með sanni segja að á látlausri og lítilli vinnustofu, gerist stórir hlutir og innblásturinn hlýtur að vera mikill því sköpun Guðbjargar er hin ótrúlegasta. „Ég verið að hannað vörur fyrir veitingahús hérlendis eins og Dill, Skál, Matbar og Yuzu ásamt því að selja vöru mínar í einni flottustu hönnunarverslun Danmerkur, Paustian. Nýjasta verkefnið mitt eru vörur og borðbúnaður fyrir The Reykjavík Edition hótelið,“ segir Guðbjörg sem hefur svo sannarlega ástríðu fyrir starfinu sínu sem keramikhönnuður.

Vinnustofa Guðbjargar er full af fallegum hlutum sem fanga augað og bollarnir hennar hafa líka notið mikilla vinsælda. „Hver hlutur er einstakur og með sinn karakter,“ segir Guðbjörg en hún handrennir hvern einasta hlut eins og áður hefur komið fram.

Missið ekki af skemmtilegri heimsókn Sjafnar til Guðbjargar í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Brot úr þætti kvöldsins má sjá hér:

Matur og heimili stikla 8. nóvember 2022
play-sharp-fill

Matur og heimili stikla 8. nóvember 2022

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld
Hide picture