fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Fókus

Sumarljós og svo kemur nóttin sýnd í Tallinn

Fókus
Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 13:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Elfar Aðalsteins verður sýnd á Pöff, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn, sem fer fram dagana 11-27. nóvember.

Kvikmyndahátíðin í Tallinn er ein sú stærsta í Norður – Evrópu og mun Sumarljós og svo kemur nóttin keppa í svokölluðum Best of Fest flokki og etur þar kappi við kvikmyndir frá öllum heimshornum.

Flokknum er lýst sem: „Créme de la créme úr heimi kvikmyndalistarinnar. Kvikmyndir sem hafa verið frumsýndar eða unnið til verðlauna á öðrum virtum kvikmyndahátíðum.“

Sumarljós og svo kemur nóttin verður frumsýnd 13.nóvember á hátíðinni að viðstöddum Elfari Aðalsteins leikstjóra og glæsilegum leikhópi myndarinnar.

„Við erum virkilega glöð og hlökkum til að hefja alþjóðlega vegferð Sumarljóss á jafn virtri kvikmyndahátíð og Tallinn Black Nights. Að vera í sérvöldum hópi alþóðlegra kvikmynda í ‘best of fest’ flokknum er okkur einnig mikill heiður,“ segir Elfar Aðalsteins, leikstjóri og handritshöfundur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Danaprins heimsækir Borgarbókasafnið Kringlunni

Danaprins heimsækir Borgarbókasafnið Kringlunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Keppendur Ungfrú Ísland Teen hittust á Finnson Bistro

Keppendur Ungfrú Ísland Teen hittust á Finnson Bistro
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kolbrún Bergþórs: „Karlmenn geta sumir verið ansi leiðinlegir“

Kolbrún Bergþórs: „Karlmenn geta sumir verið ansi leiðinlegir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Viktoría þurfti að horfast í augu við áföllin til að byggja sig upp á ný – „Það tók mig mörg ár að muna hvað barnapían gerði mér“

Viktoría þurfti að horfast í augu við áföllin til að byggja sig upp á ný – „Það tók mig mörg ár að muna hvað barnapían gerði mér“