fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fókus

Fjársjóðsleitin mikla – Hvar faldi Forrest gullið sitt?

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Mánudaginn 24. október 2022 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forrest Finn var maðurinn sem varð til þess að einhver villtasta leit að fjársjóði sem um er vitað fór af stað.

Í tíu ár leituðu þúsundir manna að kistu sem hann hafði falið og innhélt verðmæti upp á um uppi á tvær milljónir dollara eða um 300 miljónir íslenskra króna.

Forrest ásamt eiginkonu sinni, Peggy

Milljarðar í listaverk

Forrest Fenn var flugmaður í hernum og hlaut fjölda viðurkenninga fyrir hetjudáðir í stríðinu í Víetnam. Eftir að hann lauk herþjónustu sinni stofnaði hann listgallerí Santa Fe í Nýju Mexíkó. 

Galleríið seldi alls kyns gripi, hannaða og smíðaða af frumbyggjum, en einnig málverk, höggmyndir og skúlptúra auk málverka og eftirprentana. Forrest gekk afar vel og var hagnaðurinn af galleríinu um tæpur milljarður króna á ári. 

Hann notaði stóran hluta fjársins til kaupa á listaverkum og öðrum verðmætum munum.

Fenn átti gríðarlegt safn listaverka.

Árið 1988 greindist Forrest með krabbamein og var sagt að hann ætti ekki langt eftir. Forrest ákvað að nýta tímann sem hann væri á afar óvenjulegan hátt. 

Hann átti litla kistu úr bronsi fá 12. öld sem hann faldi í þeim tilgangi að skapa fjársjóðsleit meðal almennings. 

Æðið hefst

En svo gerðist það sem enginn átti von á. Forrest sigraðist á krabbameininu. 

Árið 2010 gaf Forrest út endurminningar sínar og hét bókin The Thrill of the Chase sem má þýða Spennan við eltingarleikinn.

Þar lýsir hann fjársjóðskistunni og segir að í henni sé að finna gull, verðmæt myntsöfn, skartgripi og eðalsteina. En fremur segir hann kistuna vera ,,í fjöllunum norður af Santa Fe.

Meðal þess sem er í bókinn er ljóð upp á 24 línur sem inniheldur torskildar vísbendingar um hvar fjársjóðinn sé að finna

Bókin varð til þess að þúsundir hóf fjársjóðsleit norður af Santa Fe. Leitað náð yfir fjöll Nýju Mexíkó, Colarado, Wyoming og Montana. Um er að ræða stærsta fjallgarð í Norður-Ameríku og er hann afar erfiður yfirferðar. 

 Forrest gaf sjálfur út bókina til að sanna að hann væri ekki að græða krónu á fjársjóðsleitinni og  ekki væri um ræða svik eða pretti. 

Dauðsföll og lögregla

Að minnsta kosti fimm manns létust við leitina og var yfirvöld hvöttu til að stöðva leiðinga. En hann lét sig ekki. Leitin skyldi halda áfram og gátu yfirvöld ekkert gert til að stöðva leitina.

Reyndar höfðu yfirvöld áður haft áhuga Forrest Finn og árið 2009 gerði alríkislögreglan húsleit hjá honum vegna gruns um þjófnað á listmunum. Engir fundust munirnir og var málið látið niður falla.

Fjöldi manns fór einnig í mál við Forrest út af hinu og þessu en vann Forrest þau öll.

Jack

Jack Stuef

Þegar að lífsleiður læknanemi, Jack Stuef,  heyrði fyrst af fjársjóðnum á Twitter voru liðin átta ár.

Hann hafði alltaf verið heillaður af leyndardómum og ráðgátum  hafði meðal annars tekið þátt í raunveruleikaþætti sem gekk út að leysa ráðgátur og reyna að finna milljón dollara eða um 146 milljónir íslenskra króna. Hann vann reyndar ekki en gat ekki á sér setið eftir lesturinn um fjársjóð Forrest Finn. 

Hann keypt ævisögu og fór yfir hver einasta orð í bókinni. Í raun fékk hann fjársjóðinn á heilann, fann allt um Forrest á netinu og horfði aftur og aftur á hvert einasta myndband og viðtal sem Forrest hafði komið fram í þeirri von að hann hefði misst út úr sér einhverjar fleiri vísbendingar.  

Jack Stuef vild vita bókstaflega allt um Forrest Finn, áhugamál, persónuleika og þankagang. 

Jack sagði engum frá hvað hann var að gera né að hann hygði á fjársjóðsleit. 

Loksins

Ferlið tók alls tvö ár og fann Jack kistuna. Hann tók mynd af henni og sendi til Forrest sem gaf strax út yfirlýsingum um að leitinni væri lokið. Búið væri að finna fjársjóðinn en hann þakkaði öllum sem hefðu tekið þátt.

Hann gaf ekki upp nafn þess sem hafði fundi hann og sjálfur þagði Jack Stuef í 10 ár. En Forrest og Jack urðu miklir vinir. 

Í september 2020 lést Forrest Finn, níræður að aldri. Þegar dánarbúið var gert upp var Jack neyddur til að gefa upp nafn sitt. Varð hann afar reiður og gaf út yfirlýsingu kjölfarið . Sagði réttarkerfið hafa brugðist og sett hann í lífshættu. Hann vildi ekki lenda í því sama og Forrest; eltihrellum, innbrotum, lögsóknum og hótunum. Það hafði meira segja verið reynt að ræna Forrest. 

Leyndardómur enn í dag

Jack Stuef neyddist til að flytja og enginn veit hvar hann býr í dag. Hann ku vera með eitthvað fullkomnasta öryggiskerfi sem heimili geta haft.

Myndir af þeim félögum fundust eftir lát Forrest.

Jack hefur aldrei komið fram opinberlega aftur. Í yfirlýsingunni segist hann hafa sett kistuna í öryggisgeymslu og þar verði hún um ókomna framtíð. Hann hefur aldrei gefið upp hvar hann fann fjársjóðinn.

Það er það sem Forrest Finn hefði viljað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni