fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Fókus

Lenti í „hárgreiðslukonu frá helvíti“ – Furðuleg skilaboð komu henni í opna skjöldu

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 8. janúar 2022 07:30

Mynd: Instagram/sherylteya

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er yfirleitt ekki mikið mál að fara í klippingu en hin 19 ára gamla Sheryl lenti þó í ansi miklu veseni þegar hún bókaði nýlega tíma í klippingu hjá hárgreiðslukonu. Sheryl sagði frá veseninu í myndbandi sem hún birti á TikTok-síðu sinni en Daily Star fjallaði einnig um vandræðagang hárgreiðslukonunnar og kalla hana „hárgreiðslukonuna frá helvíti“ í fréttinni, það er líklega réttnefni.

Sheryl bókaði tíma snemma um morgun hjá hárgreiðslukonunni en þegar hún var að leggja af stað í klippinguna fékk hún skilaboð frá hárgreiðslukonunni. Í skilaboðunum sagði hárgreiðslukonan að hún gæti ekki tekið við henni fyrr en í hádeginu.

Þessi seinkun var þó bara byrjunin á öllu veseninu. Sheryl sagði við hárgreiðslukonuna að hún gæti komið klukkan 12 í staðinn en þá fékk hún önnur skilaboð. „Gætirðu komið klukkan 15 í staðinn? Ég gef þér 20% afslátt, mér þykir þetta svo leitt, þetta er bara mér að kenna,“ sagði hárgreiðslukonan.

Sheryl vildi ná að fara í klippingu þennan daginn og ákvað því að segja við hárgreiðslukonuna að það væri í lagi. En skilaboðin sem Sheryl fékk svo frá henni eftir það komu henni svo sannarlega í opna skjöldu.

„Ef þér er sama – þegar þú ferð fram hjá stóru Asda versluninni – gætirðu þá nokkuð keypt fyrir mig tvo pakka af hvítu brauði, ósaltað smjör (hvaða tegund sem er) og eina fernu af haframjólk?“ sagði hárgreiðslukonan. „Ég borga þér þegar þú kemur hingað,“ bætti hún svo við.

Sheryl fannst þessi skilaboð virkilega furðuleg og bjóst við að hárgreiðslukonan hafi sent þau á sig fyrir mistök. Hún spurði hana því hvort þessi skilaboð áttu ekki að fara í eitthvað annað spjall en svo var ekki.

„Ó nei, ef þú vilt að ég byrji um leið og þú kemur hingað þá myndi þetta hjálpa því ég þarf samt að stússast, ef þú getur ekki gert þetta þá er þér vonandi sama að þú þurfir að bíða í um 30 mínútur þegar þú kemur hingað,“ sagði hárgreiðslukonan.

Sheryl ákvað að þarna hætta við tímann og biðja um endurgreiðslu. Að sjálfsögðu var það líka vesen fyrir hana að fá endurgreiðsluna, hárgreiðslukonan vildi ekki endurgreiða henni.

Í stað þess bauð hún Sheryl að fá nýjan tíma daginn eftir. Sheryl var að hugsa um að taka því tilboði en þá komu ný skilaboð frá hárgreiðslukonunni sem sagði Sheryl að hún yrði að borga 10 pund í viðbót.

Þarna var mælirinn orðinn fullur hjá Sheryl. Hún benti hárgreiðslukonunni á að hún hefði bara sýnt henni virðingu þegar kom að frestununum og krafðist þess að fá endurgreiðslu. Hárgreiðslukonan féllst á það en sagði svo að hún gæti ekki lagt inn á hana til baka.

Eftir að hafa ekki fengið endurgreiðslu frá hárgreiðslukonunni ákvað hún að hafa samband við bankann til að fá peninginn sinn til baka og fékk það sem betur fer í gegn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrsta sýnishorn úr nýju Netflix-mynd Baltasars Kormáks

Fyrsta sýnishorn úr nýju Netflix-mynd Baltasars Kormáks
Fókus
Fyrir 3 dögum

Britney Spears rýfur þögnina um viðtal systur sinnar – „Hún fékk allt upp í hendurnar!“

Britney Spears rýfur þögnina um viðtal systur sinnar – „Hún fékk allt upp í hendurnar!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ræktarsjálfan kom upp um framhjáhaldið -„Menn eru bókstaflega farnir að afhjúpa sig sjálfir“

Ræktarsjálfan kom upp um framhjáhaldið -„Menn eru bókstaflega farnir að afhjúpa sig sjálfir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Söngvakeppninni frestað um viku – „Þetta er auðvitað ekki auðveld ákvörðun“

Söngvakeppninni frestað um viku – „Þetta er auðvitað ekki auðveld ákvörðun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Demi Lovato komin með þrívíddartattú af könguló á höfuðið

Demi Lovato komin með þrívíddartattú af könguló á höfuðið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Matur&heimili: Glæsiíbúð á Mýrargötu og veitingastaðurinn Monkeys

Matur&heimili: Glæsiíbúð á Mýrargötu og veitingastaðurinn Monkeys