fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
Fókus

Bað netverja um hjálp að finna manninn sem daðraði við hana á ströndinni – Fann eiginkonuna í staðinn

Fókus
Föstudaginn 21. janúar 2022 10:33

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona óskaði eftir aðstoð netverja við að hjálpa henni að finna karlmann sem hún kynntist á ströndinni í Miami fyrir nokkrum mánuðum. Leit netverja skilaði sér, hins vegar ekki eins og hún vonaðist heldur fundu þeir eiginkonu mannsins.

@micarenee TikTok I come to you today cause I heard what you do for others 😭 I think he said he’s from Detroit 😂 #fyp #helpmefindhim #boostofhope #viral ♬ Breakin my heart – Jodeci’s groupie

Mica Renee deildi myndbandi á TikTok þar sem hún bað um aðstoð við að finna karlmann sem hún kynntist í Miami. Vinkona hennar var að taka myndband af henni á ströndinni þegar maðurinn nálgaðist hana og byrjaði að daðra við hana. Vinkonan hélt áfram að taka upp og deildi Mica myndbandinu með myllumerkinu vinsæla #helpmefindhim.

Skjáskot/TikTok

Mica segir að hún hefði fengið númerið hjá manninum en týndi því og vonaðist eftir því að geta fundið hann á netinu.

Stuttu eftir að myndbandið byrjaði að fara um netheima hafði eiginkona mannsins til sex ára samband við hana.

„Ég var í áfalli að komast að því að hann ætti konu,“ segir Mica í samtali við NY Post.

„Ég hélt að ég myndi kannski finna hann, við myndum skiptast á símanúmerum og jafnvel byrja að tala saman.“

Samskiptin við eiginkonuna.

En það var eiginkona mannsins sem fann hana, Sharee. Mica bað hana afsökunar og sagðist ekki ætla að hafa samband við manninn.

„Þetta er ekki þér að kenna. Honum var skítsama þannig treystu því að mér er það líka. En takk fyrir að deila þessu. Allt kemur í ljós á endanum,“ sagði Sharee við hana og bað hana um að eyða ekki myndbandinu.

„Ég vil ekki að hann lýgur um þetta líka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrverandi samstarfsmaður kemur Heard til varnar – „Ég trúi Amber Heard“

Fyrrverandi samstarfsmaður kemur Heard til varnar – „Ég trúi Amber Heard“
Fókus
Í gær

Íþróttaálfurinn selur 343 fermetra hönnunarhöll

Íþróttaálfurinn selur 343 fermetra hönnunarhöll
Fókus
Í gær

Rýfur þögnina um myndirnar af Liam Payne og annarri konu

Rýfur þögnina um myndirnar af Liam Payne og annarri konu
Fókus
Í gær

Gunnar í Krossinum og Helga Lúthers greina frá trúlofun sinni

Gunnar í Krossinum og Helga Lúthers greina frá trúlofun sinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vigdís Howser gengin út – Fullkomnar andstæður náðu saman

Vigdís Howser gengin út – Fullkomnar andstæður náðu saman
Fókus
Fyrir 2 dögum

Umdeild færsla Andrésar setti allt í uppnám á Twitter – „Hvaða rugl er þetta?“

Umdeild færsla Andrésar setti allt í uppnám á Twitter – „Hvaða rugl er þetta?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lík í heimahúsi og eiturlyfið Vermaak – María Siggadóttir gefur út fyrstu spennusöguna sína

Lík í heimahúsi og eiturlyfið Vermaak – María Siggadóttir gefur út fyrstu spennusöguna sína
FókusViðtalið
Fyrir 3 dögum

Trausti er nýr borgarfulltrúi Reykvíkinga – ,,Andleg vandamál eru faraldur á Íslandi“

Trausti er nýr borgarfulltrúi Reykvíkinga – ,,Andleg vandamál eru faraldur á Íslandi“