fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fókus

Adele brast í grát þegar hún sagði frá breytingunum – „Ég er svo miður mín og skammast mín mikið“

Fókus
Föstudaginn 21. janúar 2022 12:00

Adele. Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Adele hefur tilkynnt að tónleikaröð hennar í Las Vegas í Bandaríkjunum hefur verið frestað vegna ýmissa uppákoma tengdum kórónaveirunni sem hafa truflað skipulagið. Áætlað var að fyrstu tónleikarnir yrðu haldnir í dag, föstudag, á Caesars Palace´s Colosseum.

Um er að ræða tuttugu og fjóra tónleika sem haldnir verða á föstudögum og laugardögum undir yfirskriftinni „Helgar með Adele“ og áttu þeir síðustu að vera haldnir um miðjan apríl. Ekki er endanlega fyrirséð um hvernig nýtt tónleikaplan lítur út. Þetta voru einu tónleikarnir sem voru fyrirhugaðir í Bandaríkjunum í tengslum við nýju plötuna hennar sem heitir „30“ og kom út á síðasta ári, utan einna tónleika sem kölluðust „Aðeins eitt kvöld“ eða „One Night Only“ og voru haldnir í desember  í Griffith Observatory í Los Angeles þar sem gestir voru frægðarfólk, vinir og ættingjar Adele.

Adele sagði aðdáendum sínum þessar slæmu fréttir í Twittermyndbandi sem sjá má hér neðast. Þar sagði hún meðal annars grátbólgin: „Mér þykir þetta svo leitt, tónleikarnir mínir eru ekki tilbúnir.“

Þá deildi hún því með aðdáendum að helmingurinn af teyminu hennar væri frá út af kórónaveirunni og því væri ómögulegt að klára að gera tónleikana tilbúna.

„Mér þykir leitt að tilkynna þetta svona seint. Við erum búin að vera vakandi í meira en þrjátíu klukkutíma til að reyna að finna út úr þessu en við náðum því ekki. Ég er svo miður mín og skammast mín mikið, og mér þykir þetta sérstaklega leitt fyrir þá sem eru búnir að ferðast [til að komast á tónleikana],” sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni