fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Segir að það sé sannleikur í sögusögnunum um Wendy Williams – „Þetta kemur frá starfsfólki þáttarins“

Fókus
Miðvikudaginn 19. janúar 2022 18:30

Wendy Williams. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Wendy Williams hefur verið utan sviðsljóssins um tíma til að hlúa að heilsunni. Ýmsar sögusagnir hafa verið á kreiki um ástand sjónvarpsstjörnunnar og vangaveltur um hvort og hvenær hún komi aftur á skjáinn í þætti hennar, The Wendy Williams Show. Undanfarið hafa aðrar stjörnur, eins og Leah Remini, Michael Rappaport og Michelle Visage séð um að stjórna þættinum.

Heimildarmenn tengdir Wendy Williams segja að það sé einhver sannleikur í sögusögnunum um ástand hennar. Page Six greinir frá.

„Sannleikurinn er sá að mikið af því sem þú heyrir um Wendy er satt og kemur beint frá starfsfólki þáttarins,“ segir heimildarmaður miðilsins.

„Það er eitt að sjá það sem við höfum séð á tökustað, en það er annað þegar sumir starfsmenn fara heim til hennar. Þegar það er slökkt á myndavélinni og míkrófóninum, og áfengið er tekið fram.“

Talsmaður Wendy segir að þessar sögur um heilsu hennar og ástand séu „ónákvæmar“ og blés á kjaftasöguna um að hún myndi aldrei koma aftur á skjáinn og sagði að þetta eru einfaldlega „vangaveltur.“

Samkvæmt heimildarmönnum The Sun er „neistinn farinn. Þessi Wendy sem við þekkjum, sem var með neista í augunum, brosti og blikkaði okkur, það er ekki hún lengur. Hún er ekki eins og hún var. Það koma dagar þar sem hún þarf hjálp við að borða, komast fram úr rúminu og fara í föt.“

Í grein The Sun kemur einnig fram að Wendy eigi stundum erfitt með að kannast við fólk sem hún þekkir og hefur unnið náið með og það koma dagar sem hún „hefur ekki hugmynd um hver þau eru.“

„Þeir starfsmenn sem eru eftir tala saman. En mikið af þessum sögum sem eru á kreiki eru sannar, eða það eru einhver sannleikskorn í þeim. Mikið af starfsfólkinu hefur sagt upp þannig þeir sem eru eftir finnst þeim ekki skulda Wendy hollustu.“

Í september 2021 var Wendy lögð inn á sjúkrahús vegna andlegra veikinda. Hún glímir einnig við Graves sjálfsofnæmissjúkdóminn sem hefur áhrif á skjaldkirtilinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag