fbpx
Fimmtudagur 07.júlí 2022
Fókus

Bálreiður að eiginkonan skildi hann út undan og fór í trekant

Fókus
Mánudaginn 17. janúar 2022 22:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á fimmtugsaldri skrifar bréf til Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, og segist vera bálreiður yfir því að eiginkona hans hefði skilið hann út undan og farið í trekant með tveimur fyrrverandi elskhugum. Trekantarnir voru tveir, sá fyrri var með hans leyfi og vitneskju en ekki sá seinni.

„Eiginkona mín stundaði kynlíf með tveimur fyrrverandi elskhugum á sama tíma, með mínu leyfi. En ég er bálreiður því hún endurtók leikinn án mín,“ segir hann.

Bæði með blæti

„Hún hefur alltaf sýnt mínum blætum (e. kinks) skilning og hefur boðið vinkonum sínum í trekant með okkur. Þannig þegar hún deildi sinni fantasíu – að hún vildi stunda kynlíf með tveimur karlmönnum á meðan á horfði á – þá samþykkti ég það.“

Maðurinn er 45 ára og eiginkona hans er 43 ára. Þetta er annað hjónaband hans.

„Við heyrðum í tveimur fyrrverandi elskhugum hennar, það skipti mig engu máli þar sem þeir voru elskhugar ekki fyrrverandi kærastar, og við skemmtum okkur öll konunglega. Eiginkona mín fékk sinn draum uppfylltan og hún var mjög ánægð með útkomuna, sem ég var líka. Þetta var ekki mín fantasía en mér fannst gaman að geta gefið henni það sem hún vildi.“

Um nóttina gisti annar maðurinn í þeirra rúmi, eiginkonan í miðjunni, og hinn svaf í gestaherberginu.

„Daginn eftir vaknaði ég og áttaði mig á því að ég væri einn í rúminu. Ég heyrði fliss og stunur koma úr gestaherberginu. Þegar ég kom þar inn sá ég að þau voru að endurtaka leikinn, en mér var ekki boðið,“ segir maðurinn.

„Hún sá mig og bauð mér að vera með en ég var ekki í stuðinu, ég var ringlaður og reiður. Hún sér ekki hvað hún gerði rangt og sagðist ekki hafa viljað vekja mig og að þau væru bara að gera það sem þau gerðu kvöldið áður.“

Maðurinn segist ekki sjá þetta í sama ljósi og hún. „Það er mikilvægur munur þarna á milli. Ég var ekki með í seinna skiptið og við lofuðum að við myndum alltaf deila svona löguðu með hvort öðru. Ég hef áhyggjur því ef hún gat þetta, þá hvað annað hefur hún gert á bak við mig?“

Deidre gefur manninum ráð

„Sum pör sem eru mjög örugg í sambandinu sínu geta verið í opnu sambandi en þau eru alltaf með einhverjar reglur. Eiginkona þín var ekki að reyna að fara á bak við þig en með því að bjóða þér ekki með þá hefur hún gefið þér efasemdir um styrkleika sambands ykkar.

Það er betra að tala og hugsa um fantasíur ykkar saman, frekar en að leika þær eftir. Eins og þú ert að komast að þá er áhætta að opna sambandið, eykur líkur á afbrýðissemi og vonbrigðum. En ef þið eruð harðákveðin að halda áfram að stunda kynlíf með öðru fólki þá þurfið þið bæði að virða mörk hvors annars.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Auðunn kveður orðróminn í kútinn – „Ég hef ekkert um þetta fólk að segja. Ég vil því bara vel“

Auðunn kveður orðróminn í kútinn – „Ég hef ekkert um þetta fólk að segja. Ég vil því bara vel“
Fókus
Í gær

Dakota Johnson lýsir „geðveikinni“ á tökustað Fifty Shades of Grey

Dakota Johnson lýsir „geðveikinni“ á tökustað Fifty Shades of Grey
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frábærir Hálandaleikar á Akranesi

Frábærir Hálandaleikar á Akranesi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eigandi einnar vinsælustu hönnunarverslunar landsins selur slotið

Eigandi einnar vinsælustu hönnunarverslunar landsins selur slotið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill minnisbælandi meðferð eftir að hafa kysst eiginmann bestu vinkonunnar

Vill minnisbælandi meðferð eftir að hafa kysst eiginmann bestu vinkonunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flækjustig bresku konungsfjölskyldunnar – Baráttan um sætið á fremsta bekk

Flækjustig bresku konungsfjölskyldunnar – Baráttan um sætið á fremsta bekk