fbpx
Föstudagur 02.desember 2022
Fókus

Martyna Ylfa komst að kærastinn lifði tvöföldu lífi – „Manneskjan sem ég elskaði mest var ekki til“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 21. september 2022 10:30

Skjáskot/Eigin Konur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Martyna Ylfa er nýjasti gestur Eddu Falak í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur. Í þættinum, sem má nálgast á vef Stundarinnar, segir hún frá sambandi sínu við mann sem lifði tvöföldu lífi, beitti hana andlegu ofbeldi, gekk yfir kynferðisleg mörk og sigaði lögreglunni á hana með fölskum ásökunum.

Martyna segist telja að maðurinn sé með narsissíska persónuleikaröskun og segir að í upphafi sambandsins hefði hann stundað svokallað „love bombing.“

„Hann var fyrsta manneskjan sem fannst allt sem ég geri flott, allt sem ég klæðist flott, allt sem ég segi, hann dýrkaði mig bara,“ segir hún. En það breyttist – sem og hegðun hans – þegar líða fór á sambandið.

„Þegar hann tók eftir að ég væri ekki fullkomin, að ég væri manneskja sem fengi stundum magaverk eða væri stundum í vondu skapi, stundum væri mikið að gera í vinnunni eða ég væri stressuð,“ segir hún og bætir við að hún sé ekki að segja að hún hafi aldrei gert neitt rangt og með því að stíga fram sé hún ekki að sækjast eftir vorkunn.

Lifði tvöföldu lífi

Martyna segir manninn hafa lifað tvöföldu lífi og hún komst að því að hann hefði átt aðra kærustu á meðan þau voru saman. Þegar hún hugsar til baka sér hún nú að minningar þeirra voru falskar. „Þetta var ekki satt og þetta var ekki hann. Að vita allan þennan tíma var hann í öðru sambandi, að leika leik. Manneskjan sem ég elskaði mest var ekki til,“ segir hún.

Hún ákvað að slíta sambandinu eftir að hún komst að sannleikanum.

„Um nóttina hringdi hann síðan í lögregluna. Ég var steinsofandi klukkan hálf eitt um nóttina þegar fjórar löggur bönkuðu upp á hjá mér. Ég opnaði fyrir þeim og spurði hvað væri eiginlega að gerast. Þeir sögðu að það hafi borist tilkynning um að ég hafi verið að senda ógnandi og sjálfsógnandi skilaboð. Ég vissi ekkert hvað var verið að tala um, ég var bara sofandi heima hjá mér,“ segir hún.

„Gaslýsingin var svo mikil að ég fór í símann minn og skoðaði hvort ég hefði sent einhver skilaboð, hvort ég væri búin að missa þráðinn algjörlega. En nei, ég hafði ekki gert það.“

Það er hægt að horfa á þáttinn og lesa ítarlegri grein á vef Stundarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Christine McVie, söngvari Fleetwood Mac, látin

Christine McVie, söngvari Fleetwood Mac, látin
Fókus
Fyrir 2 dögum

5 hlutir sem rannsóknarlögreglukona bannar börnunum sínum til að vernda þau

5 hlutir sem rannsóknarlögreglukona bannar börnunum sínum til að vernda þau
Fókus
Fyrir 3 dögum

Will Smith útskýrir loksins Óskars-löðrunginn fræga – „Ég var bara farinn“

Will Smith útskýrir loksins Óskars-löðrunginn fræga – „Ég var bara farinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristján Einar spurður út í Svölu – „Bara svo þið vitið það hér og nú“

Kristján Einar spurður út í Svölu – „Bara svo þið vitið það hér og nú“