fbpx
Sunnudagur 05.febrúar 2023
Fókus

Er þetta fallegasta konungsborna fólk í heimi?

Fókus
Þriðjudaginn 20. september 2022 20:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almenningur fékk að líta óvenjumargt konungborið fólk nú í upphafi vikunnar, sumt heimsþekkt en önnur andlit könnuðust fæstir við.

Örstutt yfirferð á netinu gefur til kynna að þessa dagana sé meiri áhugi á meðlimum konungsfjölskylda heimsins. 

Margt er þetta hið huggulegasta fólk. Hér má sjá nokkra þá konungsbornu einstaklinga sem oftast poppa upp á listum sem hið fríðasta. 

Karl Filip Mynd/Getty

Karl Filip Svíaprins er sonur Karls Gústafs Svíakonungs og Silvíu drottningar. Hann er annað barn þeirra og eini sonurinn. Systir hans, Viktoría krónprinsessa, er elsta barn konungshjóna og mun því erfa hásætið. Karl Filip er 43 ára og þykir með myndalegri mönnum. Hann kvæntist Sofiu, nú prinsessu, árið 2015. Sú er fyrrverandi módel og jógakennari og skartar fjölda húðflúra. Þau eiga tvo syni. 

Konungshjónin af Bhutan. Mynd/Getty

Jigme Khesar Namgyel Wangchuck og Jetsun Pema, konungur og drottning af Bhutan eru með afbrigðum hugguleg hjón. Konungurinn er 42 ára og drottning hans áratug yngri. Þau gengu í hjónaband árið 2011 og varð Jetsun þar með yngsta drottning heims, aðeins 21 árs að aldri. 

Keisha prinsessa. Mydn/Getty

Keisha prinsessa af Nígeríu hitti Kunle Omilana í New York. Sagt er að þau hafi verið par í nokkur ár áður en prinsinn viðurkenndi ætterni sitt um leið og hann bað hennar. Þau eiga tvo börn, Diora og Diran. 

Nicolai prins. Mynd/Getty

Nikolai Danaprins er sonur Jóakims prins og fyrri konu hans, Alexöndru, og því barnabarn Margrétar drottningar. Hinn 23 ára gamli prins undirritaði sinn fyrsta fyrirsætusamning árið 2018 og hefur síðan komið fram á tískupöllum um allan heim. Hann sinnir nú alfarið fyrirsætustörfum með fullum stuðningi foreldra sinna og ömmu. 

Charlotte Casiraghi Mynd/Getty

Charlotte Casiraghi er dóttir Karólínu of Monaco og barnabarn Grace Kelly og Rainer III. Móðurbróðir hennar, Albert II, er nú þjóðhöfðingi smáríkisins. Eins og margar aðrar konur furstaættarinnar í Mónakó hefur hún farið sínar eigin leiðir og átti meðal annars barn með kærasta sínum árið 2013. Þau giftust aftur á móti aldrei og er því sonur hennar ekki viðurkenndur í erfðaröð fjölskyldunnar. 

Marius Borg. Mynd/Getty

Marius Borg Høiby er sonur Mette-Marit krónprinsessu af Noregi. Hún átti Marius aftur á móti með öðrum manni áður en hún kynntist Hákoni krónprins. Marius var fjögurra ára gamall þegar að móðir hans varð krónprinsessa árið 2001 og þótti sambandið mikið hneyksli, ekki síst vegna fjörugrar fortíðar prinsessunnar sem meðal annars átti nektardansmær sem stjúpmóður. Marius er ekki í erfðaröð í Noregi en er samt sem áður talinn eftirsóttasti piparsveinn landsins. 

Lafði Amelia. Mynd/Getty

Lafið Amelia Windsor er einnig fyrirsæta að atvinnu. Hún er frænka Karls konungs og var í sérstöku uppáhaldi hjá Elísabetu sálugu drottningu. Elísabet sat meira að segja í fremstu röð þegar að Amelia steig sín fyrstu skref á tískuviku í London. Hún er 27 ára gömul og þykir með afbrigðum jarðbundin og þægileg af þeim sem til þekkja. 

Sirivannavari er einkadóttir konungs Tælands. Mynd/Getty

Sirivannavari Nariratana prinsessa af Tælandi er einkadóttir Vajiralongkorn konungs. Hún er menntaður tískuhönnuður, margfaldur meistari í badminton og þykir með afbrigðum góður hestamaður. Hún er 35 ára gömul og ógift. Segir prinsessan engan tíma hafa í rómantík þar sem hún hafi nóg að gera í hestamennsku og öðrum íþróttum. 

Madeleine hefur snúið bakið við hirðlífinu. Mynd/Getty

Madeleine prinsessa er yngri systir Karls Gústafs prins. Hún var mikið í sviðsljósinu á árum áður en hefur alfarið dregið sig út úr hirðlífinu í Svíþjóð. Madeleine býr nú í Flórída ásamt bandarískum eiginmanni sínum og þremur börnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sökuð um að blekkja aðdáendur og sviðsetja myndatökur

Sökuð um að blekkja aðdáendur og sviðsetja myndatökur
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Áfram Njarðvík – samt Selfyssingur“

„Áfram Njarðvík – samt Selfyssingur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Róbert Oliver og Sigga selja „New York style“ íbúð

Róbert Oliver og Sigga selja „New York style“ íbúð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill að eiginkonan íhugi trekant með frænku sinni

Vill að eiginkonan íhugi trekant með frænku sinni