Leikkonan Julia Fox er vön því að vekja athygli með fatavali sínu. Glöggir netverjar muna þegar hún fór að versla á nærfötunum eða þegar hún notaði mittisstreng af buxum sem topp.
Sjá einnig: Julia Fox útskýrir af hverju hún fór að versla á nærfötunum
Julia, sem er hvað þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndinni Uncut Gems og fyrir að eiga í stuttu, en mjög opinberu, ástarsambandi með Kanye West, sló nýtt met að mati margra með nýjasta fatavalinu.
Myndir af henni á göngu um götur Los Angeles hafa verið á dreifingu um netheima, en á þeim er hún í einhvers konar kjól sem hylur aðeins það nauðsynlegasta.
Eins og fyrr segir er ekkert nýtt að leikkonan lætur sjá sig í ansi djörfum klæðnaði. Í síðustu viku klæddist hún buxum sem voru með verulega lágan streng.