fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Fókus

Fyrrverandi kærustur Hollywood-stjörnunnar Armie Hammer stíga fram – „Ég er 100% mannæta“

Fókus
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriggja þátta heimildarsería um leikarann Armie Hammer og fjölskyldu hans kemur út þann 2. september næstkomandi. Í þáttunum er farið yfir þær ásakanir sem hafa verið lagðar fram gegn leikaranum, en ekki bara það heldur er rakið hvernig kynslóðum saman hafi karlmenn í fjölskyldu hans verið sakaðir um ofbeldishegðun.

Fyrsta stiklan úr þáttunum kom út í gær. Í lýsingu þáttanna er sagt að þar séu ógnvekjandi ásakanir í garð leikarans raktar sem og myrk saga fjölskyldunnar.

Í stiklunni bregður fyrir tveimur konum sem hafa átt í ástarsambandi við leikarann. Þær hafa áður stigið fram undir nafni. Þetta eru þær Courtney Vucekovich og Julia Morrison, en í þáttunum rekja þær sambönd sín við Hammer og ógnvekjandi texta- og raddskilaboðin sem þær fengu frá honum.

„Í upphafi fannst mér allt fullkomið; þetta var dásamlegt,“ segir Courtney, en báðar konurnar segja að hann hafi beitt þær svonefndum ástarsprengingum (e. love bombing) sem eiga sér gjarnan stað í ofbeldissamböndum þegar ofbeldismaðurinn er að vinna hug og hjarta þolanda síns. „Svo breyttist allt. Hann fór að ýta á mörkin manns, aðeins meira í hvert sinn,“ segir Courtney og heldur áfram: „Þú ert algjörlega hans…. ég meina hann sagði: „Ég er 100% mannæta. Ég er að fríka út“.“

Julia segir mannát hafi verið það eina sem Hammer vildi ræða.

Courtney segir að Hammer hafi átt það til að verða brjálaður og þá setti hann hana í fjötra þar til hún gat sig hvergi hreyft. Við þetta tárast Courtney og ljóst að það tekur á að rifja þennan tíma upp. „Ég  bara lokaði augunum þar til þetta var búið.“

Eins og áður segir verður í þáttunum saga fjölskyldu Hammers einnig rakin. Frænka hans, Casey Hammer, stígur fram í þáttunum til að deila myrkum leyndarmálum hammer fjölskyldunnar. Í stiklunni segir hún: „Þegar allt þetta kom út um Armie þá kom það mér ekki á óvart. Þú vaknar ekki bara einn daginn og ert orðinn að myrkum stjórnsömum ofbeldismanna. Þessi hegðun er innprentuð.“

Barnsmóðir HammerElizabeth Chambers, sótti um skilnað frá honum í júlí árið 2020. Nokkrum mánuðum seinna komu á sjónvarsviðið textaskilaboð sem voru sögð frá leikaranum þar sem hann lýsti hrottalegum fantasíum. Hann var svo síðar sakaður um kynferðisbrot.  Hann hefur neitað öllum sökum.

Jason Sarlanis, forstjóri innan Discovery sem framleiðir þættina segir að ásakanir sem hafi verið lagðar fram gegn Hammer sé aðeins toppurinn á ísjakanum.

„Í House of Hammer sjáum við virkilega truflandi smáatriði og ískyggileg fjölskyldu leyndarmál sem peningar og völd gátu ekki falið að eilífu. Þessir þættir veita ótrúlega hugrökkum konum mikilvægan vettvang til að stíga fram og deila frásögnum sínum og við vonum að hugrekki þeirra veiti öðrum innblásturinn til að halda áfram að eiga uppbyggilegar samræður um það ofbeldi sem þrífst í samfélaginu okkar.“

Þættirnir, House of Hammer, verða eins og áður segir, frumsýndir í september.

Armie hefur látið lítið fyrir sér fara undanfarið. Hann fór í meðferð við áfengis-, ávana- og kynlífsfíkn og er að sögn heimildarmanna nú að einbeita sér að uppeldi barna sinna tveggja.  Lögmaður hans hefur gefið út að Hammer hafi ekki gerst sekur um nein refsiverð brot og öll þessi ógnvekjandi samskipti hafi átt sér stað með vitund og samþykkja beggja aðila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Var bannað að vera í engu að ofan í lauginni

Var bannað að vera í engu að ofan í lauginni
Fókus
Í gær

Kristján Einar sækir sér aðstoð – „Engin skömm“

Kristján Einar sækir sér aðstoð – „Engin skömm“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eign dagsins – Jógastúdíó, tattústofa og þakíbúð á 89,9 milljónir

Eign dagsins – Jógastúdíó, tattústofa og þakíbúð á 89,9 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Meintur raðframhjáhaldari neitar sök – „Fyrirgefðu að ég kallaði þig þroskahefta“

Meintur raðframhjáhaldari neitar sök – „Fyrirgefðu að ég kallaði þig þroskahefta“