fbpx
Miðvikudagur 28.febrúar 2024
Fókus

Dóttir Gísla sagði honum frá því að starfsmaður á veitingastaðnum hefði nauðgað henni – Tók fimm ár að ná réttlæti

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. ágúst 2022 11:00

Gísli Rafn Ólafsson. Mynd: Piratar.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Rafn Ólafsson er þingmaður Pírata og í störfum sínum á Alþingi beitir hann sér mikið fyrir réttarúrbótum til handa þolendum kynferðisofbelds. Sú barátta er sprottin af sárri reynslu Gísla sjálfs sem aðstandanda þolanda.

Gísli er í viðtali við þær Huldu Hrund Guðrúnar og Ólöfu Töru Harðardóttur í hlaðvarpi Öfga, Út í Öfgar. Í viðtalinu greinir hann meðal annars frá miklum örlagaatburði í lífi hans og fjölskyldu hans:

„Það eru komin 12 ár síðan við sátum inni á veitingastað og dóttir okkar hljóp út af staðnum hágrátandi. Þegar við fórum að tala við hana sagði hún okkur að einn starfsmaðurinn þarna inni hefði nauðgað henni nokkrum mánuðum áður. Við vorum komin niður á lögreglustöð klukkutíma seinna. En það tók fimm ár fyrir málið hennar að fara alla leið í gegnum dómskerfið.“

Gísli segir dóttur hans hafa þó verið heppna að því leyti að henni tókst að fá fram sakfellingu á geranda hennar. Það er síður en svo reynsla allra þolenda. Gísli segist vita fyrir víst að maðurinn hafi nauðgað að minnsta kosti níu öðrum stúlkum og voru þær allar undir lögaldri.

Gísli segir að ekki hafi komist almennilegur gangur á rekstur málsins hjá saksóknara fyrr en dóttir hans hafði farið með sögu sína í fjölmiðla, en hún öðlaðist kraft og hugrekki til þess eftir að hafa farið í Druslugönguna.

Sem nærri má geta hefur þessi atburður haft gífurleg áhrif á Gísla, meðal annars á störf hans á Alþingi:

„Ég held að allir foreldrar sem upplifa svona, að sjálfsögðu hefur það áhrif. Það hefur líka þau áhrif að þegar ég tala um þessi mál á Alþingi þá brestur röddin mjög oft. Það er bara vegna þess hve erfitt það er að takast á við svona hluti, vitandi það að hennar saga er ekkert einstök, því miður eru alltof alltof mörg svona dæmi.“

Í viðtalinu er rætt vítt og beitt um stöðu kynferðisbrotamála í kerfinu og úrbætur sem hægt er að gera í málaflokknum og Gísli er að beita sér fyrir. Hlustið á þáttinn með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fimmta ásökunin gegn P. Diddy lögð fram fyrir dómi – Að þessu sinni frá karlmanni sem segir rapparann hafa byrlað sér ólyfjan

Fimmta ásökunin gegn P. Diddy lögð fram fyrir dómi – Að þessu sinni frá karlmanni sem segir rapparann hafa byrlað sér ólyfjan
Fókus
Í gær

Skildi eftir 1,4 milljónir í þjórfé – Agndofa þegar þau komust að ástæðunni

Skildi eftir 1,4 milljónir í þjórfé – Agndofa þegar þau komust að ástæðunni
Fókus
Í gær

Afhjúpar ástæðuna fyrir sambandsslitunum árið 2003

Afhjúpar ástæðuna fyrir sambandsslitunum árið 2003
Fókus
Í gær

Ragnhildur segir okkur þurfa að hætta þessari hegðun – „Lítillækkandi og niðurlægjandi“

Ragnhildur segir okkur þurfa að hætta þessari hegðun – „Lítillækkandi og niðurlægjandi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhorfendur hneykslaðir á „ógnvekjandi“ útliti Simon Cowell

Áhorfendur hneykslaðir á „ógnvekjandi“ útliti Simon Cowell
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Sumar stelpur sem voru andstyggilegar hafa reynt að adda mér á Facebook og ég hef orðið mjög hissa“

„Sumar stelpur sem voru andstyggilegar hafa reynt að adda mér á Facebook og ég hef orðið mjög hissa“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Unni sárnaði skilaboð sem hún fékk – „Ef þú snýrð dæminu við, myndirðu segja þetta við manneskju í yfirþyngd?“

Unni sárnaði skilaboð sem hún fékk – „Ef þú snýrð dæminu við, myndirðu segja þetta við manneskju í yfirþyngd?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flytur heiminum vafasama útgáfu af Íslandssögunni – Var Ísland nærri því að verða alfarið án kvenna?

Flytur heiminum vafasama útgáfu af Íslandssögunni – Var Ísland nærri því að verða alfarið án kvenna?